Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Út í hött að Íslendingar taki þátt í Eurovision

Sal­mann Tamimi finnst út í hött að Ís­lend­ing­ar taki þátt í að styðja ríki, sem drep­ur og kúg­ar Palestínu­menn, með þátt­töku sinni í Eurovisi­on.

Salmann Tamimi

Salmann Tamimi, Palestínumanni, finnst út í hött að Íslendingar taki þátt í Eurovision.

Salmann flutti frá Palestínu til Íslands 1971, aðeins sextán ára að aldri og hefur búið hér alla tíð síðan. Salmann er einn stofnmeðlima Félags Íslands Palestínu og Félags múslíma á Íslandi.

„Ég sem Palestínumaður, finnst það í raun og veru, vera út í hött, að taka þátt í að styðja ríki, sem er að kúga Palestínumenn og drepa, í að halda keppni í Tel Aviv. Tel Aviv er tæplega 60 kílómetra frá Gaza og frá Vesturbakkanum. Þar eru framin morð á okkur Palestínumönnum dag eftir dag. Við vitum ekki hversu margir verða drepnir á sama tíma og keppnin verður haldin, “ segir Salmann.

„Við vitum ekki hversu margir verða drepnir á sama tíma og keppnin verður haldin“

Salmann segir að við Íslendingar ættum að styðja Palestínumenn. „ Við ættum að styðja fólk sem berst fyrir frelsi og réttlæti, “ segir Salmann.

Salmann finnst að það eigi að sniðganga svona viðburði. Hann talar um sniðgöngur á menningarlegan hátt og svo efnahagslegan og bætir svo við að það eigi að sniðganga viðburðinn á öllum sviðum. Salmann bendir á að Palestínumenn fá ekki aðgang að viðburðinum, það sé aðskilnaðarmúr á milli. „Ef einhver Palestínumaður vill fara til Ísrael að horfa á Eurovision, fær hann það ekki. Palestínumenn mega ekki einu sinni koma til Jerúsalem. Til að komast til Tel Aviv verður þú að fara í gegnum eftirlitsstöð. Þú verður að hafa leyfi til að komast í gegn. Maður fær ekki leyfi til að komast í gegn. Ekki einu sinni sjúklingar fá að fara í gegn sem þurfa að komast á sjúkrahús,“ segir Salmann.

Salmann segir að við getum ekki, á 21.öld, haldið áfram að styðja kúgun, landtöku, nýlendustefnu og þjóðarmorð. Salmann segir að hann vilji að allur heimurinn taki þátt í að þrýsta á Ísrael með sniðgöngum og þar með, gefa Ísrael skilaboð um að framferði þeirra gegn Palestínumönnum gangi ekki.

Salmann segir aðra Palestínumenn á Íslandi á sama máli.„Við erum sirka 30 manns hér, enginn af okkur vill halda þetta þarna,“ segir Salmann.

Hatari í Eurovision

Aðspurður hvað Salmann finnst um þátttöku Hatara í Eurovision, svarar hann að honum finnist það sama gilda um Hatara og aðra keppendur, það eigi að sniðganga keppnina. „ Þeir eru frægir hérna á Íslandi og við (Íslendingar) elskum þá og við vitum að þeir eru baráttumenn fyrir frelsi og réttlæti. Af hverju þá að gera sig að þátttakendum í þessu þjóðarmorði sem á sér stað þarna?,“ segir Salmann. Salmann segir að það eigi ekki að styrkja neina ríkisstjórn eða neitt land sem brýtur á mannréttindum. Salmann bendir á að Ísland eigi ekki að leyfa Ísrael að nota þessar hljómsveitir í áróður. „Ekki leyfa þeim að komast í fjölmiðla og leyfa þeim að segja:Sjáðu hvað við erum að gera rétt fyrst að allir elska okkur,” segir Salmann.

„Þeir eru frægir hérna á Íslandi og við elskum þá og við vitum að þeir eru baráttumenn fyrir frelsi og réttlæti. Af hverju þá að gera sig að þátttakendum í þessu þjóðarmorði sem á sér stað þarna?“

Salmann segir það vera fáránlega afsökun hjá Hatara að halda að þeir nái að vera með áróður í Ísrael gegn Ísrael. „Þetta er fáránlegt finnst mér. Mér finnst þetta fáránleg afsökun. Það mesta sem þeir geta gert er að segja nei við förum ekki vegna stefnu ykkar hvað varðar Palestínu. Hatari ættu að segja við Ísrael: Við komum ekki til Ísrael nema þið gefið Palestínu frelsi,“ segir Salmann.

Við alla Íslendingana sem ætla sér að horfa á Eurovision, vill Salmann segja, að bara með því að taka þátt í því að horfa á Eurovision eru Íslendingar að styðja hernám. „Þetta er stuðningur við hernám. Þetta er stuðningur við kúgun,“ segir Salmann.

„Hatari ættu að segja við Ísrael: Við komum ekki til Ísrael nema þið gefið Palestínu frelsi“

Salmann segir að það sé nóg annað að gera en að horfa á Eurovision. Fólk gæti farið á tónleika í Hörpu. Salmann bendir á að það eigi ekki að vera hátíð, það eigi ekki að vera hátíð á kostnað þeirra sem þjást.

Salmann hvetur alla til að fara á sniðgöngutónleikana á Húrra í kvöld, á meðan úrslitakeppninni á Íslandi stendur. Salmann segir að með því geti fólk sýnt stuðning í verki og mótmælt framferði Ísraelsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár