Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Út í hött að Íslendingar taki þátt í Eurovision

Sal­mann Tamimi finnst út í hött að Ís­lend­ing­ar taki þátt í að styðja ríki, sem drep­ur og kúg­ar Palestínu­menn, með þátt­töku sinni í Eurovisi­on.

Salmann Tamimi

Salmann Tamimi, Palestínumanni, finnst út í hött að Íslendingar taki þátt í Eurovision.

Salmann flutti frá Palestínu til Íslands 1971, aðeins sextán ára að aldri og hefur búið hér alla tíð síðan. Salmann er einn stofnmeðlima Félags Íslands Palestínu og Félags múslíma á Íslandi.

„Ég sem Palestínumaður, finnst það í raun og veru, vera út í hött, að taka þátt í að styðja ríki, sem er að kúga Palestínumenn og drepa, í að halda keppni í Tel Aviv. Tel Aviv er tæplega 60 kílómetra frá Gaza og frá Vesturbakkanum. Þar eru framin morð á okkur Palestínumönnum dag eftir dag. Við vitum ekki hversu margir verða drepnir á sama tíma og keppnin verður haldin, “ segir Salmann.

„Við vitum ekki hversu margir verða drepnir á sama tíma og keppnin verður haldin“

Salmann segir að við Íslendingar ættum að styðja Palestínumenn. „ Við ættum að styðja fólk sem berst fyrir frelsi og réttlæti, “ segir Salmann.

Salmann finnst að það eigi að sniðganga svona viðburði. Hann talar um sniðgöngur á menningarlegan hátt og svo efnahagslegan og bætir svo við að það eigi að sniðganga viðburðinn á öllum sviðum. Salmann bendir á að Palestínumenn fá ekki aðgang að viðburðinum, það sé aðskilnaðarmúr á milli. „Ef einhver Palestínumaður vill fara til Ísrael að horfa á Eurovision, fær hann það ekki. Palestínumenn mega ekki einu sinni koma til Jerúsalem. Til að komast til Tel Aviv verður þú að fara í gegnum eftirlitsstöð. Þú verður að hafa leyfi til að komast í gegn. Maður fær ekki leyfi til að komast í gegn. Ekki einu sinni sjúklingar fá að fara í gegn sem þurfa að komast á sjúkrahús,“ segir Salmann.

Salmann segir að við getum ekki, á 21.öld, haldið áfram að styðja kúgun, landtöku, nýlendustefnu og þjóðarmorð. Salmann segir að hann vilji að allur heimurinn taki þátt í að þrýsta á Ísrael með sniðgöngum og þar með, gefa Ísrael skilaboð um að framferði þeirra gegn Palestínumönnum gangi ekki.

Salmann segir aðra Palestínumenn á Íslandi á sama máli.„Við erum sirka 30 manns hér, enginn af okkur vill halda þetta þarna,“ segir Salmann.

Hatari í Eurovision

Aðspurður hvað Salmann finnst um þátttöku Hatara í Eurovision, svarar hann að honum finnist það sama gilda um Hatara og aðra keppendur, það eigi að sniðganga keppnina. „ Þeir eru frægir hérna á Íslandi og við (Íslendingar) elskum þá og við vitum að þeir eru baráttumenn fyrir frelsi og réttlæti. Af hverju þá að gera sig að þátttakendum í þessu þjóðarmorði sem á sér stað þarna?,“ segir Salmann. Salmann segir að það eigi ekki að styrkja neina ríkisstjórn eða neitt land sem brýtur á mannréttindum. Salmann bendir á að Ísland eigi ekki að leyfa Ísrael að nota þessar hljómsveitir í áróður. „Ekki leyfa þeim að komast í fjölmiðla og leyfa þeim að segja:Sjáðu hvað við erum að gera rétt fyrst að allir elska okkur,” segir Salmann.

„Þeir eru frægir hérna á Íslandi og við elskum þá og við vitum að þeir eru baráttumenn fyrir frelsi og réttlæti. Af hverju þá að gera sig að þátttakendum í þessu þjóðarmorði sem á sér stað þarna?“

Salmann segir það vera fáránlega afsökun hjá Hatara að halda að þeir nái að vera með áróður í Ísrael gegn Ísrael. „Þetta er fáránlegt finnst mér. Mér finnst þetta fáránleg afsökun. Það mesta sem þeir geta gert er að segja nei við förum ekki vegna stefnu ykkar hvað varðar Palestínu. Hatari ættu að segja við Ísrael: Við komum ekki til Ísrael nema þið gefið Palestínu frelsi,“ segir Salmann.

Við alla Íslendingana sem ætla sér að horfa á Eurovision, vill Salmann segja, að bara með því að taka þátt í því að horfa á Eurovision eru Íslendingar að styðja hernám. „Þetta er stuðningur við hernám. Þetta er stuðningur við kúgun,“ segir Salmann.

„Hatari ættu að segja við Ísrael: Við komum ekki til Ísrael nema þið gefið Palestínu frelsi“

Salmann segir að það sé nóg annað að gera en að horfa á Eurovision. Fólk gæti farið á tónleika í Hörpu. Salmann bendir á að það eigi ekki að vera hátíð, það eigi ekki að vera hátíð á kostnað þeirra sem þjást.

Salmann hvetur alla til að fara á sniðgöngutónleikana á Húrra í kvöld, á meðan úrslitakeppninni á Íslandi stendur. Salmann segir að með því geti fólk sýnt stuðning í verki og mótmælt framferði Ísraelsmanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár