Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vigdís Hauksdóttir: „Ég er hafin yfir pólitík“

Vig­dís Hauks­dótt­ir seg­ir engu lík­ara en að starfs­menn borg­ar­inn­ar hafi tek­ið þátt í kosn­inga­s­vindli. Seg­ist hún aldrei hafa far­ið yf­ir lín­ur í gagn­rýni á borg­ar­starfs­menn.

Vigdís Hauksdóttir: „Ég er hafin yfir pólitík“

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er að eigin mati hafin yfir pólitík í störfum sínum í borgarstjórn. Þetta sagði hún í viðtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun.

Ummælin komu fram í kjölfar þess að hún var spurð af hverju Ari Karlsson, sem skrifaði álit um Braggamálið, ætti að hylma yfir lögbrot með meirihluta borgarstjórnar í málinu þegar hann hafi verið skipaður í yfirkjörstjórn af Sjálfstæðisflokknum.

Í viðtalinu við Morgunútvarpið var farið yfir stöðu Vigdísar í borgarstjórn, en Magnús Már Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur sagt Vigdísi og aðra borgarfulltrúa minnihlutans lama borgarkerfið með framgöngu sinni gagnvart starfsmönnum ráðhússins. Ástandið sé þannig að starfsfólk ráðhússins geti ekki unnið vinnuna sína.

Sigmar Guðmundsson spurði Vigdísi af hverju Ari Karlsson ætti að hylma yfir lögbrot með meirihlutanum. „Ég er hafin yfir pólitík í störfum mínum að þessu leyti hverjir eru á bakvið minnisblöð og skýrslur,“ svaraði Vigdís. „Ég er fyrst og fremst að sinna eftirlitskyldu minni.“

„Ég er hafin yfir pólitík í störfum mínum að þessu leyti.“

Sagðist Vigdís aldrei hafa farið yfir þær línur að gagnrýna starfsmenn óhóflega. Sagði hún hins vegar Dag B. Eggertsson borgarstjóra nota starfsfólk ráðhússins sem mannlegan skjöld í erfiðum málum. Þá sagði Vigdís að kosningasvindl hafi átt sér stað fyrir síðustu kosningar og að fjórir óbreyttir starfsmenn borgarinnar hafi komið að því, eftir að Sigmar spurði hana um málið. „Það er engu líkara en að þetta hafi verið skipulagt með þessum hætti sem þú ert að segja,“ sagði hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár