Þær hörmungarfréttir bárust um miðjan febrúar að Bruno Ganz, einhver helsti leikari hins þýskumælandi heims, væri fallinn frá. Bruno lék engil í hinni frægu mynd Wim Wenders, Der Himmel Über Berlin, og endurtók þá rullu í mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um Börn náttúrunnar. Þekktastur var hann þó fyrir að leika djöful sem var um leið söguleg persóna, Adolf Hitler í myndinni Der Untergang. Flestir voru sammála um að hinn þá 62 ára Svisslendingur hafi leikið hinn 56 ára gamla Austurríkismann afar vel, en myndin var um leið umdeild. Í meðförum Ganz varð Hitler mannlegur, og það þrátt fyrir að vilja horfa upp á alla þýsku þjóðina drepast frekar en að viðurkenna ósigur. Getur það staðist að einhver vilji horfa upp á heiminn brenna og um leið verið manneskja af holdi og blóði?
Tom Cruise og Hermann Göring
Það hefur lengi verið vandi fyrir Þjóðverja að ákveða hvað skuli gera við …
Athugasemdir