Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Barni vísað úr strætisvagni vegna tækniörðugleika – Strætó biðst afsökunar

„Við reyn­um að brýna fyr­ir vagn­stjór­um okk­ar að sýna fólki sem er í vand­ræð­um með app­ið ákveð­inn sveigj­an­leika,“ seg­ir Guð­mund­ur Heið­ar Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Strætó bs.

Barni vísað úr strætisvagni vegna tækniörðugleika – Strætó biðst afsökunar

„Mér finnst EKKI í lagi að henda 11 ára gömlu barni út úr vagni hjá ykkur út af einhverri fáránlegri virkni í appinu ykkar, hann er með gilt kort, og er með símann og það á að vera fjandans nóg til að sýna að hann sé valid farþegi.“ 

Þetta skrifar óánægður faðir á Twitter, en sonur hans varð fyrir þeirri bagalegu lífsreynslu að strætóappið í símanum hans virkaði ekki þegar hann steig upp í strætisvagn. Drengurinn hringdi grátandi í föður sinn eftir að hafa verið vísað úr vagninum. 

Strætó brást skjótt við á Twitter og bað feðgana afsökunar. „Við viljum að vagnstjórar sýni ákveðna tilitssemi ef tækniörðugleikar eru að valda fólki vandræðum í appinu. Sérstaklega þegar að börn eiga í hlut. Við viljum biðja þig og son þinn innilega afsökunar á þessari framkomu. Við munum ræða við þennan tiltekna vagnstjóra.“ 

Aðspurður um málið segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, að reynt sé að brýna fyrir vagnstjórum að sýna fólki sem lendir í vandræðum með appið ákveðinn sveigjanleika. „Það á sérstaklega við um börn, þar sem þau eru ekki eins sjálfbjarga og hafa oft takmarkaða kosti.“ 

Guðmundur segir að haft hafi verið samband við pabbann og drengurinn fái strætókort til að hann lendi ekki í vandræðum í framtíðinni. Auk þess hafi verið rætt við strætóbílstjórann sem lofi bót og betrun. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár