Vaxandi hitastig jarðar og skilningur okkar á því hvaða afleiðingar þetta mun hafa er nú loks komið á það stig að við getum ekki lengur skotið skollaeyrum við þegar við heyrum minnst á hlýnun jarðar.
Margvísleg áhrif
Þótt hlýnun jarðar sé alvarleg er hún aðeins afleiðing af því stóra vandamáli sem við stöndum frammi fyrir, losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Slík losun hefur margvíslegar afleiðingar, fyrir utan þær sem verða á hitastig jarðarinnar.
Aukinn styrkur koltvíoxíðs, sem er ein þeirra lofttegunda sem stuðla að hlýnun jarðar, hefur áhrif á sýrustig sjávar. Þegar hafið gleypir í sig aukið magn koltvíoxíðs myndast kolsýra í meira magni, sem gerir það að verkum að sýrustigið hækkar nægilega mikið til að hafa áhrif á lífverur hafsins.
Koltvíoxíðstyrkurinn hefur þó líka áhrif á þurru landi. Má þá nefna dæmi um breytingar í vistkerfum nytjaplantna. Með auknum styrk koltvíoxíðs taka plöntur upp meira magn af því og …
Athugasemdir