Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum

Magnús Geir Þórð­ar­son svar­ar afar­kost­um Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar og Bryn­dís­ar Schram og seg­ir um­fjöll­un RÚV hafa ver­ið vand­aða. Jón bald­vin skrif­ar grein­ina „Til varn­ar femín­isma“.

Býður Jóni Baldvini og Bryndísi að skila inn athugasemdum

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir umfjöllun RÚV um mál Jóns Baldvins Hannibalssonar hafa verið vandaða og hafa ótvírætt fréttagildi. Ekkert bendi til annars en að vinnureglur og siðareglur RÚV hafi verið virtar.

Í grein í Morgunblaðinu í dag svarar Magnús afarkostum sem Jón Baldvin og eiginkona hans Bryndís Schram settu í blaðinu í fyrradag. Sögðust þau mundu stefna útvarpsstjóra ef hann bæðist ekki afsökunar á fréttaflutningnum innan viku og drægi til baka fréttaflutning. Þá vildu þau að fréttamennirnir Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson úr Morgunútvarpi Rásar 2 yrðu áminntir.

Sjö konur hafa stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislegra áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og halda frásagnir áfram að berast í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook. Jón Baldvin hefur ítrekað sagt að sögurnar eigi allar rætur að rekja til veikinda dóttur sinnar, Aldísar Schram, sem kom til viðtals í Morgunútvarpið.

Í grein sinni segir Magnús að með umfjölluninni hafi RÚV sinnt hlutverki sínu og skyldum. „Ef einhver er ósáttur við tiltekin atriði í fréttaflutningi tekur RÚV fúslega við athugsemdum og svarar með formlegum hætti,“ skrifar hann. „Ef viðkomandi er ósáttur við þá afgreiðslu sem hann fær er hægt að beina málinu til sérstakrar siðanefndar sem leggur sjálfstætt mat á framgöngu starfsmanna RÚV en að auki má benda á að allir geta skotið málum til Blaðamannafélags Íslands. Ef Jón Baldvin og Bryndís telja á sig hallað hvet ég þau til að beina málum í þennan formlega farveg sem er til staðar fyrir þau eins og aðra.“

Í Fréttablaðinu í dag svarar Helgi Seljan einnig fyrir umfjöllun RÚV. „Það er alveg sama hversu marga dálksentimetra Jón Baldvin Hannibalsson tekur undir þessar greinar sínar og hversu oft hann birtir þær, það er bara einn maður sem hefur orðið uppvís að því að halla réttu máli í sínum málflutningi vegna þessa alls og það ítrekað,“ sagði Helgi.

Þá birti Fréttablaðið í dag grein eftir Jón Baldvin með titilinn „Til varnar femínisma“. Í greininni rekur hann mál Steven Galloway, kanadísks rithöfundar, sem rekinn var frá University of British Columbia eftir ásakanir um kynferðisofbeldi. „Þetta mál hefur klofið #metoohreyfinguna og akademíska samfélagið í Kanada í tvær andstæðar fylkingar,“ skrifar Jón Baldvin. „Með eða móti réttarríkinu. Málið er orðið hápólitískt. Það snýst ekki bara um kvenréttindi. Það snýst um mannréttindi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár