„Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við gerum upp,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, þáverandi stjórnandi sjávarútvegsfyrirtækis Samherja, Kötlu Seafood, í tölvupósti til samstarfsmanna sinna hjá Samherja árið 2009 þar sem hann ræddi um af hverju Samherji ætti að stofna fisksölufyrirtæki á lágskattasvæðinu Kýpur til að halda utan um útgerðarfyrirtæki í Afríku sem Samherji hafði keypt árið 2007.
Baldvin er sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og stærsta hluthafa Samherja, og er meðal annars stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands í dag en Samherji er stærsti hluthafi fyrirtækisins. Baldvin hefur síðastliðin ár meðal annars starfað sem forstjóri og síðar stjórnarformaður Jarðborana sem Samherji á og virðist vera sem honum sé ætlað það hlutverk að taka við rekstri Samherja með tíð og tíma.
Umræddur tölvupóstur er hluti af þeim rannsóknargögnum sem legið hafa til grundvallar í athugunum og rannsóknum Seðlabanka Íslands og …
Athugasemdir