Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rannsóknin á Samherja: Sonur Þorsteins Más vildi reyna að lækka skiptahlut sjómanna í Afríku

Rann­sókn­ar­gögn­in í Sam­herja­mál­inu hafa aldrei orð­ið op­in­ber. Á grund­velli þeirra kærði Seðla­banki Ís­lands út­gerð Sam­herja til sér­staks sak­sókn­ara. Eitt af gögn­un­um í mál­inu, tölvu­póst­ur frá ár­inu 2009, sýn­ir af hverju Sam­herji vildi nota fyr­ir­tæki á Kýp­ur í við­skipt­um sín­um. Þor­steinn Már Bald­vins­son seg­ir „tölvu­póst­inn“ bara hug­mynd­ir ungs manns og að þeim hafi ekki ver­ið hrint í fram­kvæmd.

Rannsóknin á Samherja: Sonur Þorsteins Más vildi reyna að lækka skiptahlut sjómanna í Afríku
Hversu siðleg voru lögleg viðskipti Samherja? Forsvarsmenn Samherja, með Þorstein Má Baldvinsson í broddi fylkingar, sjást hér á leið í Seðlabanka íslands í lok síðasta árs. Þeir vilja að Már Guðmundsson seðlabankastjóri verði rekinn vegna málsins og hyggjast sækjast eftir bótum. Mynd: Haraldur Jónasson/Hari

„Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við gerum upp,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, þáverandi stjórnandi sjávarútvegsfyrirtækis Samherja, Kötlu Seafood, í tölvupósti til samstarfsmanna sinna hjá Samherja árið 2009 þar sem hann ræddi um af hverju Samherji ætti að stofna fisksölufyrirtæki á lágskattasvæðinu Kýpur til að halda utan um útgerðarfyrirtæki í Afríku sem Samherji hafði keypt árið 2007.

Baldvin er sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og stærsta hluthafa Samherja, og er meðal annars stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands í dag en Samherji er stærsti hluthafi fyrirtækisins. Baldvin hefur síðastliðin ár meðal annars starfað sem forstjóri og síðar stjórnarformaður Jarðborana sem Samherji á og virðist vera sem honum sé ætlað það hlutverk að taka við rekstri Samherja með tíð og tíma. 

Umræddur tölvupóstur er hluti af þeim rannsóknargögnum sem legið hafa til grundvallar í athugunum og rannsóknum Seðlabanka Íslands og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár