Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Rannsóknin á Samherja: Sonur Þorsteins Más vildi reyna að lækka skiptahlut sjómanna í Afríku

Rann­sókn­ar­gögn­in í Sam­herja­mál­inu hafa aldrei orð­ið op­in­ber. Á grund­velli þeirra kærði Seðla­banki Ís­lands út­gerð Sam­herja til sér­staks sak­sókn­ara. Eitt af gögn­un­um í mál­inu, tölvu­póst­ur frá ár­inu 2009, sýn­ir af hverju Sam­herji vildi nota fyr­ir­tæki á Kýp­ur í við­skipt­um sín­um. Þor­steinn Már Bald­vins­son seg­ir „tölvu­póst­inn“ bara hug­mynd­ir ungs manns og að þeim hafi ekki ver­ið hrint í fram­kvæmd.

Rannsóknin á Samherja: Sonur Þorsteins Más vildi reyna að lækka skiptahlut sjómanna í Afríku
Hversu siðleg voru lögleg viðskipti Samherja? Forsvarsmenn Samherja, með Þorstein Má Baldvinsson í broddi fylkingar, sjást hér á leið í Seðlabanka íslands í lok síðasta árs. Þeir vilja að Már Guðmundsson seðlabankastjóri verði rekinn vegna málsins og hyggjast sækjast eftir bótum. Mynd: Haraldur Jónasson/Hari

„Með því að búa til hagnað innan sölufyrirtækisins Kötlu Seafood getum við lækkað skiptahlut sjómanna og stjórnað betur á hvaða verðum við gerum upp,“ sagði Baldvin Þorsteinsson, þáverandi stjórnandi sjávarútvegsfyrirtækis Samherja, Kötlu Seafood, í tölvupósti til samstarfsmanna sinna hjá Samherja árið 2009 þar sem hann ræddi um af hverju Samherji ætti að stofna fisksölufyrirtæki á lágskattasvæðinu Kýpur til að halda utan um útgerðarfyrirtæki í Afríku sem Samherji hafði keypt árið 2007.

Baldvin er sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og stærsta hluthafa Samherja, og er meðal annars stjórnarformaður Eimskipafélags Íslands í dag en Samherji er stærsti hluthafi fyrirtækisins. Baldvin hefur síðastliðin ár meðal annars starfað sem forstjóri og síðar stjórnarformaður Jarðborana sem Samherji á og virðist vera sem honum sé ætlað það hlutverk að taka við rekstri Samherja með tíð og tíma. 

Umræddur tölvupóstur er hluti af þeim rannsóknargögnum sem legið hafa til grundvallar í athugunum og rannsóknum Seðlabanka Íslands og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár