Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Björn Ingi mun krefja ríkið um bætur vegna skattrannsóknar sem varð að engu

Björn Ingi Hrafns­son fjöl­miðla­mað­ur ætl­ar að fara fram á bæt­ur vegna kyrr­setn­ing­ar eigna sinna. Skatt­rann­sókn­ar­stjóri hef­ur lok­ið rann­sókn á bók­haldi og skatt­skil­um hans og tel­ur ekki til­efni til að­gerða.

Björn Ingi mun krefja ríkið um bætur vegna skattrannsóknar sem varð að engu

Skattrannsókn vegna gruns um meiri háttar skattalagabrot Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns er lokið og telur skattrannsóknarstjóri ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Lögmaður Björns Inga segir liggja í augum uppi að farið verði í mál við ríkið og bóta krafist.

Björn Ingi fagnar málalyktum í færslu á Facebook síðu sinni í dag. „Fyrir fjögurra barna fjölskylduföður er ekki einfalt mál að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings frammi fyrir alþjóð,“ skrifar Björn Ingi. „Hvað þá að sæta kyrrsetningu allra sinna eigna og geta sig hvergi hrært. Þá er gott að eiga góða að og trúa á mátt bænarinnar og að réttlætið muni sigra og sannleikurinn koma í ljós að lokum.“

Björn Ingi var grunaður um brot vegna bókhalds og skattskila á árunum 2014 til 2017 og kyrrsetti tollstjóri nær 115 milljónir króna af eignum hans vegna málsins. „Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikið,“ skrifar Björn Ingi. „En allt er gott sem endar vel. Dag er farið að lengja og landið er að rísa.“

Lögmaður Björns Inga, Sveinn Andri Sveinsson, segir í viðtali við RÚV að það liggi í augum uppi að farið verði í mál vegna kyrrsetningarinnar. Hún sé enn við lýði þrátt fyrir að málinu sé lokið af hálfu skattrannsóknarstjóra.  „Núna er búið að fella málið niður, sem var viðbúið enda einfaldar skýringar á þeim málum sem skattrannsóknarstjóri var að skoða,“ segir Sveinn Andri. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár