Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son tal­aði með niðr­andi hætti um gyð­inga þeg­ar hann gagn­rýndi fram­göngu Ísra­els­rík­is gegn Palestínu­mönn­um í við­tali á Rás 1. Sagði gyð­inga hafa „umbreyst í ná­kvæma af­steypu af sín­um ógeðs­leg­asta óvini“.

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni
Vafasöm afstaða Sú afstaða sem Páll Óskar kynnti í gær um gyðinga er afar vafasöm, svo ekki sé meira sagt.

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að gyðingar séu „búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“. Þess vegna þegi Evrópumenn þunnu hljóði um grimmdarverk ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. 

Þetta kom fram í viðtali við hann í Lestinni á Rás 1 í gær en Páll Óskar hefur hvatt til þess að Eurovision-keppnin verði sniðgengin í ljósi þess að hún fer fram í Ísrael, ríki sem hefur haldið milljónum Palestínumanna í heljargreipum um áratugaskeið með ólöglegu hernámi, landtöku og mannréttindabrotum.

Í umræðu um framgöngu Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum dró Páll Óskar víðtækar ályktanir um gyðinga. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini,“ sagði hann. 

Vart þarf að taka fram að orðræðan um gyðinga sem framandi afl sem smjúgi smám saman inn í evrópsk samfélög og beiti áhrifum sínum með skaðlegum hætti á sér djúpar rætur og hefur haft afgerandi áhrif á heimssöguna. 

Samkvæmt skýrslu sem Mannréttindastofnun Evrópusambandsins gaf út í fyrra hafa fordómar gegn gyðingum færst í vöxt á undanförnum árum. Æ fleiri gyðingar upplifa sig berskjaldaða fyrir hatursorðræðu og aðkasti. 90 prósent þeirra gyðinga sem stofnunin ræddi við telja gyðingahatur fara vaxandi í heimalandi sínu og hátt í 30 prósent sögðust hafa sætt aðkasti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár