Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son tal­aði með niðr­andi hætti um gyð­inga þeg­ar hann gagn­rýndi fram­göngu Ísra­els­rík­is gegn Palestínu­mönn­um í við­tali á Rás 1. Sagði gyð­inga hafa „umbreyst í ná­kvæma af­steypu af sín­um ógeðs­leg­asta óvini“.

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni
Vafasöm afstaða Sú afstaða sem Páll Óskar kynnti í gær um gyðinga er afar vafasöm, svo ekki sé meira sagt.

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að gyðingar séu „búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“. Þess vegna þegi Evrópumenn þunnu hljóði um grimmdarverk ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. 

Þetta kom fram í viðtali við hann í Lestinni á Rás 1 í gær en Páll Óskar hefur hvatt til þess að Eurovision-keppnin verði sniðgengin í ljósi þess að hún fer fram í Ísrael, ríki sem hefur haldið milljónum Palestínumanna í heljargreipum um áratugaskeið með ólöglegu hernámi, landtöku og mannréttindabrotum.

Í umræðu um framgöngu Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum dró Páll Óskar víðtækar ályktanir um gyðinga. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini,“ sagði hann. 

Vart þarf að taka fram að orðræðan um gyðinga sem framandi afl sem smjúgi smám saman inn í evrópsk samfélög og beiti áhrifum sínum með skaðlegum hætti á sér djúpar rætur og hefur haft afgerandi áhrif á heimssöguna. 

Samkvæmt skýrslu sem Mannréttindastofnun Evrópusambandsins gaf út í fyrra hafa fordómar gegn gyðingum færst í vöxt á undanförnum árum. Æ fleiri gyðingar upplifa sig berskjaldaða fyrir hatursorðræðu og aðkasti. 90 prósent þeirra gyðinga sem stofnunin ræddi við telja gyðingahatur fara vaxandi í heimalandi sínu og hátt í 30 prósent sögðust hafa sætt aðkasti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár