Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son tal­aði með niðr­andi hætti um gyð­inga þeg­ar hann gagn­rýndi fram­göngu Ísra­els­rík­is gegn Palestínu­mönn­um í við­tali á Rás 1. Sagði gyð­inga hafa „umbreyst í ná­kvæma af­steypu af sín­um ógeðs­leg­asta óvini“.

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni
Vafasöm afstaða Sú afstaða sem Páll Óskar kynnti í gær um gyðinga er afar vafasöm, svo ekki sé meira sagt.

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að gyðingar séu „búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“. Þess vegna þegi Evrópumenn þunnu hljóði um grimmdarverk ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. 

Þetta kom fram í viðtali við hann í Lestinni á Rás 1 í gær en Páll Óskar hefur hvatt til þess að Eurovision-keppnin verði sniðgengin í ljósi þess að hún fer fram í Ísrael, ríki sem hefur haldið milljónum Palestínumanna í heljargreipum um áratugaskeið með ólöglegu hernámi, landtöku og mannréttindabrotum.

Í umræðu um framgöngu Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum dró Páll Óskar víðtækar ályktanir um gyðinga. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini,“ sagði hann. 

Vart þarf að taka fram að orðræðan um gyðinga sem framandi afl sem smjúgi smám saman inn í evrópsk samfélög og beiti áhrifum sínum með skaðlegum hætti á sér djúpar rætur og hefur haft afgerandi áhrif á heimssöguna. 

Samkvæmt skýrslu sem Mannréttindastofnun Evrópusambandsins gaf út í fyrra hafa fordómar gegn gyðingum færst í vöxt á undanförnum árum. Æ fleiri gyðingar upplifa sig berskjaldaða fyrir hatursorðræðu og aðkasti. 90 prósent þeirra gyðinga sem stofnunin ræddi við telja gyðingahatur fara vaxandi í heimalandi sínu og hátt í 30 prósent sögðust hafa sætt aðkasti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu