Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son tal­aði með niðr­andi hætti um gyð­inga þeg­ar hann gagn­rýndi fram­göngu Ísra­els­rík­is gegn Palestínu­mönn­um í við­tali á Rás 1. Sagði gyð­inga hafa „umbreyst í ná­kvæma af­steypu af sín­um ógeðs­leg­asta óvini“.

Sagði gyðinga „sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt“ og ekkert hafa lært af helförinni
Vafasöm afstaða Sú afstaða sem Páll Óskar kynnti í gær um gyðinga er afar vafasöm, svo ekki sé meira sagt.

Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður segir að gyðingar séu „búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“. Þess vegna þegi Evrópumenn þunnu hljóði um grimmdarverk ísraelskra stjórnvalda gegn Palestínumönnum. 

Þetta kom fram í viðtali við hann í Lestinni á Rás 1 í gær en Páll Óskar hefur hvatt til þess að Eurovision-keppnin verði sniðgengin í ljósi þess að hún fer fram í Ísrael, ríki sem hefur haldið milljónum Palestínumanna í heljargreipum um áratugaskeið með ólöglegu hernámi, landtöku og mannréttindabrotum.

Í umræðu um framgöngu Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum dró Páll Óskar víðtækar ályktanir um gyðinga. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini,“ sagði hann. 

Vart þarf að taka fram að orðræðan um gyðinga sem framandi afl sem smjúgi smám saman inn í evrópsk samfélög og beiti áhrifum sínum með skaðlegum hætti á sér djúpar rætur og hefur haft afgerandi áhrif á heimssöguna. 

Samkvæmt skýrslu sem Mannréttindastofnun Evrópusambandsins gaf út í fyrra hafa fordómar gegn gyðingum færst í vöxt á undanförnum árum. Æ fleiri gyðingar upplifa sig berskjaldaða fyrir hatursorðræðu og aðkasti. 90 prósent þeirra gyðinga sem stofnunin ræddi við telja gyðingahatur fara vaxandi í heimalandi sínu og hátt í 30 prósent sögðust hafa sætt aðkasti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár