Þrátt fyrir að það hafi aldrei verið auðveldara að vera í samskiptum við annað fólk er einmanaleiki vaxandi vandamál á Vesturlöndum. Einmanaleiki hefur í raun verið skilgreindur sem faraldur af sumum sérfræðingum sem vinna að því að leysa vandann.
Í þróunarfræðilegum skilningi gegnir einmanaleiki mikilvægu hlutverki. Líkt og aðrar grunnþarfir okkar, á borð við hungur og þorsta, er einmanaleiki merki líkamans um það að við þurfum að sinna einni af mikilvægustu þörfum okkar: tengslum við annað fólk.
Á undanförnum áratugum hafa vissar breytingar orðið á samfélögum fólks víða um heim. Þrátt fyrir að við séum sítengd í gegnum snjalltæki og samfélagsmiðla hafa breytingar á búsetumynstri og hegðun okkar orðið til þess að samskipti á milli einstaklinga í eigin persónu hafa minnkað. Sífellt fleiri búa einir auk þess sem færri giftast og fólk eignast víða færri börn en áður var.
Erfitt er að meta nákvæmlega hversu margir glíma við langvarandi einmanaleika. …
Athugasemdir