Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ingibjörg Sólrún furðar sig á að RÚV taki viðtal við nasista

Dag­skrár­stjóri RÚV hef­ur sagt að ekki sé tek­in af­staða með eða á móti skoð­un­um nas­ist­ans en Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, for­stjóri Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu ÖSE, bend­ir á að Ís­lend­ing­ar hafi skuld­bund­ið sig til að sporna gegn hat­ursorð­ræðu og for­dóm­um.

Ingibjörg Sólrún furðar sig á að RÚV taki viðtal við nasista
Ingibjörg Sólrún Fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar um árabil. Mynd: Eduard Comellas

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og fyrrverandi forystukona jafnaðarmanna á Íslandi, furðar sig á því að Ríkisútvarpið ætli að birta viðtal við nasista um helgina. 

„Það er í sjálfu sér gott framtak að tryggja meiri fjölbreytni í þeim hópi sem rætt er við í útvarpi en hér finnst mér RÚV seilast of langt,“ skrifar hún á Facebook og vísar til viðtals við Sigríði Bryndísi Baldvinsdóttur sem verður sýnt í þættinum Paradísarheimt á morgun, sunnudag. Viðtalið birtist undir þeim formerkjum að ljá eigi fólki rödd „sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum“.

„Hér er um að ræða manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH) sem þýðir að skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg og vísar þar til m.a. til alþjóðlegra skuldbindinga sem Íslendingar hafa undirgengist til að sporna gegn hatursáróðri.

„Það verður ekki gert með því að bjóða fólki með slík sjónarmið að koma þeim á framfæri við alla landsmenn, heldur með því að upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta.“ 

Hún gerir orð Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að sínum, en nýlega sagði hann í ræðu á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna: „Það er uggvekjandi að heyra hatursfullt bergmál löngu liðinna tíma og að horfa upp á hryllilegar skoðanir verða hversdagslegar. Við skulum ekki gleyma lærdómum fjórða áratugarins. Það getur aldrei verið pláss fyrir hatursfulla orðræðu, umburðarleysi og útlendingahatur. Við munum berjast gegn því hvar sem er, hvenær sem er.“ 

Ekki liggur fyrir hvaða nálgun er tekin í viðtalinu eða með hvaða hætti Sigríður Bryndís verður látin svara fyrir skoðanir sínar. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, hefur varist gagnrýni með því að segja að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Þáttastjórnandi taki ekki með nokkru móti taka afstöðu til skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna. 

Vísir fjallaði um málið á dögunum en í fréttinni segir: „Í skriflegu svari sem Skarphéðinn sendi Vísi um gagnrýnina sem efnistök þáttarins hafa hlotið er meðal annars endurtekinn fyrirvarinn um að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins sé að ljá fólki rödd sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum af einhverjum sökum, hvort sem varðar þjóðfélagsstöðu, lífssýn eða sjónarmið.“ 

Þá er eftirfarandi haft eftir Skarphéðni: „Markmið þáttarstjórnanda er og hefur í öllum tilvikum verið að taka ekki með nokkru móti afstöðu til þessara skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna heldur veita þeim góða áheyrn og fara frekar fram á þeir færi haldbær rök fyrir máli sínu svo áhorfendur sjálfir geti lagt á ummælin mat og dregið sinn lærdóm.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár