Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ingibjörg Sólrún furðar sig á að RÚV taki viðtal við nasista

Dag­skrár­stjóri RÚV hef­ur sagt að ekki sé tek­in af­staða með eða á móti skoð­un­um nas­ist­ans en Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, for­stjóri Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­skrif­stofu ÖSE, bend­ir á að Ís­lend­ing­ar hafi skuld­bund­ið sig til að sporna gegn hat­ursorð­ræðu og for­dóm­um.

Ingibjörg Sólrún furðar sig á að RÚV taki viðtal við nasista
Ingibjörg Sólrún Fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar um árabil. Mynd: Eduard Comellas

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forstjóri Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og fyrrverandi forystukona jafnaðarmanna á Íslandi, furðar sig á því að Ríkisútvarpið ætli að birta viðtal við nasista um helgina. 

„Það er í sjálfu sér gott framtak að tryggja meiri fjölbreytni í þeim hópi sem rætt er við í útvarpi en hér finnst mér RÚV seilast of langt,“ skrifar hún á Facebook og vísar til viðtals við Sigríði Bryndísi Baldvinsdóttur sem verður sýnt í þættinum Paradísarheimt á morgun, sunnudag. Viðtalið birtist undir þeim formerkjum að ljá eigi fólki rödd „sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum“.

„Hér er um að ræða manneskju sem hefur tattúerað upphafsstafi Adolfs Hitlers á hálsinn á sér (18 sem stendur fyrir AH) sem þýðir að skoðanir hennar eru ekki aðeins skoðanir sem falla ekki í kramið hjá „hinum venjulegu“, heldur leiddu slíkar skoðanir til helfararinnar og annarra voðaverka sem alþjóðasamfélagið, þar með talið Ísland, hefur sammælst um að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að verði endurtekin,“ skrifar Ingibjörg og vísar þar til m.a. til alþjóðlegra skuldbindinga sem Íslendingar hafa undirgengist til að sporna gegn hatursáróðri.

„Það verður ekki gert með því að bjóða fólki með slík sjónarmið að koma þeim á framfæri við alla landsmenn, heldur með því að upplýsa fólk um það sem gerðist og tala fyrir umburðarlyndi og jafnrétti og gegn fordómum og mismunun hvort sem er á grundvelli trúarbragða, litarháttar, uppruna eða annarra þátta.“ 

Hún gerir orð Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að sínum, en nýlega sagði hann í ræðu á allsherjarþingi sameinuðu þjóðanna: „Það er uggvekjandi að heyra hatursfullt bergmál löngu liðinna tíma og að horfa upp á hryllilegar skoðanir verða hversdagslegar. Við skulum ekki gleyma lærdómum fjórða áratugarins. Það getur aldrei verið pláss fyrir hatursfulla orðræðu, umburðarleysi og útlendingahatur. Við munum berjast gegn því hvar sem er, hvenær sem er.“ 

Ekki liggur fyrir hvaða nálgun er tekin í viðtalinu eða með hvaða hætti Sigríður Bryndís verður látin svara fyrir skoðanir sínar. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV, hefur varist gagnrýni með því að segja að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Þáttastjórnandi taki ekki með nokkru móti taka afstöðu til skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna. 

Vísir fjallaði um málið á dögunum en í fréttinni segir: „Í skriflegu svari sem Skarphéðinn sendi Vísi um gagnrýnina sem efnistök þáttarins hafa hlotið er meðal annars endurtekinn fyrirvarinn um að sjónarmiðin séu alfarið viðmælandans. Markmið þáttarins sé að ljá fólki rödd sem hafi verið utangáttar í samfélaginu eða talið á jaðrinum af einhverjum sökum, hvort sem varðar þjóðfélagsstöðu, lífssýn eða sjónarmið.“ 

Þá er eftirfarandi haft eftir Skarphéðni: „Markmið þáttarstjórnanda er og hefur í öllum tilvikum verið að taka ekki með nokkru móti afstöðu til þessara skoðana eða lífssýnar viðmælenda sinna heldur veita þeim góða áheyrn og fara frekar fram á þeir færi haldbær rök fyrir máli sínu svo áhorfendur sjálfir geti lagt á ummælin mat og dregið sinn lærdóm.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár