Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bakslag í stríðinu gegn fátækt

Um helm­ing­ur heims­byggð­ar­inn­ar lif­ir á minna en sem nem­ur þús­und ís­lensk­um krón­um á dag.

Bakslag í stríðinu gegn fátækt
Glíman gengur verr Sárafátækt fer vaxandi í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur.

Tæpur helmingur mannkyns dregur fram lífið á minna en 5,50 dollurum á dag, eða sem nemur 890 íslenskum krónum (kaupmáttarjöfnuðum). Komið hefur bakslag í baráttuna gegn sárafátækt á undanförnum árum, en með sárafátækt (e. extreme poverty) er vísað til þess að lifa á minna en 1,90 dollurum á dag. Samkvæmt gögnum Alþjóðabankans gengur nú helmingi hægar að vinna gegn slíkri fátækt en árið 2013 og fer sárafátækt beinlínis vaxandi í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur. 

Í nýlegri skýrslu Oxfam um ójöfnuð og fátækt í heiminum er bent á að ein meginástæða aukinnar fátæktar sé ójöfnuður auðs og tekna. Samkvæmt World Inequality Report frá 2018 sem gefin er út af rannsóknarstofnuninni World Inequality Lab runnu 15 sent hvers dollara sem heimsbyggðin vann sér inn á tímabilinu 1980 til 2016 til fátækustu 50 prósenta mannkyns meðan ríkasta 1 prósentið fékk 27 sent af hverjum dollara í sinn hlut. 

Fólki sem dregur fram lífið á 1,90 dollurum á dag hefur fækkað um hátt í einn og hálfan milljarð frá 1981. Fræðimenn hafa þó gagnrýnt 1,90 dollara viðmiðið og bent á að 7,40 dollarar á dag (1.195 íslenskar krónur) séu algjört lágmark til að geta lifað sæmilegu lífi og séð börnum sínum farborða. Alls 70,8 prósent mannkyns voru undir 7,40 dollara viðmiðinu árið 1981 en 58,1 prósent árið 2013 og má að miklu leyti rekja árangurinn til gríðarlegs hagvaxtar í Kína. Vegna fólksfjölgunar þýða þessar hlutfallstölur þó að um milljarði fleiri lifa á minna en 7,40 dollurum í dag en árið 1981.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár