Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bakslag í stríðinu gegn fátækt

Um helm­ing­ur heims­byggð­ar­inn­ar lif­ir á minna en sem nem­ur þús­und ís­lensk­um krón­um á dag.

Bakslag í stríðinu gegn fátækt
Glíman gengur verr Sárafátækt fer vaxandi í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur.

Tæpur helmingur mannkyns dregur fram lífið á minna en 5,50 dollurum á dag, eða sem nemur 890 íslenskum krónum (kaupmáttarjöfnuðum). Komið hefur bakslag í baráttuna gegn sárafátækt á undanförnum árum, en með sárafátækt (e. extreme poverty) er vísað til þess að lifa á minna en 1,90 dollurum á dag. Samkvæmt gögnum Alþjóðabankans gengur nú helmingi hægar að vinna gegn slíkri fátækt en árið 2013 og fer sárafátækt beinlínis vaxandi í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur. 

Í nýlegri skýrslu Oxfam um ójöfnuð og fátækt í heiminum er bent á að ein meginástæða aukinnar fátæktar sé ójöfnuður auðs og tekna. Samkvæmt World Inequality Report frá 2018 sem gefin er út af rannsóknarstofnuninni World Inequality Lab runnu 15 sent hvers dollara sem heimsbyggðin vann sér inn á tímabilinu 1980 til 2016 til fátækustu 50 prósenta mannkyns meðan ríkasta 1 prósentið fékk 27 sent af hverjum dollara í sinn hlut. 

Fólki sem dregur fram lífið á 1,90 dollurum á dag hefur fækkað um hátt í einn og hálfan milljarð frá 1981. Fræðimenn hafa þó gagnrýnt 1,90 dollara viðmiðið og bent á að 7,40 dollarar á dag (1.195 íslenskar krónur) séu algjört lágmark til að geta lifað sæmilegu lífi og séð börnum sínum farborða. Alls 70,8 prósent mannkyns voru undir 7,40 dollara viðmiðinu árið 1981 en 58,1 prósent árið 2013 og má að miklu leyti rekja árangurinn til gríðarlegs hagvaxtar í Kína. Vegna fólksfjölgunar þýða þessar hlutfallstölur þó að um milljarði fleiri lifa á minna en 7,40 dollurum í dag en árið 1981.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár