Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bakslag í stríðinu gegn fátækt

Um helm­ing­ur heims­byggð­ar­inn­ar lif­ir á minna en sem nem­ur þús­und ís­lensk­um krón­um á dag.

Bakslag í stríðinu gegn fátækt
Glíman gengur verr Sárafátækt fer vaxandi í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur.

Tæpur helmingur mannkyns dregur fram lífið á minna en 5,50 dollurum á dag, eða sem nemur 890 íslenskum krónum (kaupmáttarjöfnuðum). Komið hefur bakslag í baráttuna gegn sárafátækt á undanförnum árum, en með sárafátækt (e. extreme poverty) er vísað til þess að lifa á minna en 1,90 dollurum á dag. Samkvæmt gögnum Alþjóðabankans gengur nú helmingi hægar að vinna gegn slíkri fátækt en árið 2013 og fer sárafátækt beinlínis vaxandi í Afríku sunnan Sahara-eyðimerkur. 

Í nýlegri skýrslu Oxfam um ójöfnuð og fátækt í heiminum er bent á að ein meginástæða aukinnar fátæktar sé ójöfnuður auðs og tekna. Samkvæmt World Inequality Report frá 2018 sem gefin er út af rannsóknarstofnuninni World Inequality Lab runnu 15 sent hvers dollara sem heimsbyggðin vann sér inn á tímabilinu 1980 til 2016 til fátækustu 50 prósenta mannkyns meðan ríkasta 1 prósentið fékk 27 sent af hverjum dollara í sinn hlut. 

Fólki sem dregur fram lífið á 1,90 dollurum á dag hefur fækkað um hátt í einn og hálfan milljarð frá 1981. Fræðimenn hafa þó gagnrýnt 1,90 dollara viðmiðið og bent á að 7,40 dollarar á dag (1.195 íslenskar krónur) séu algjört lágmark til að geta lifað sæmilegu lífi og séð börnum sínum farborða. Alls 70,8 prósent mannkyns voru undir 7,40 dollara viðmiðinu árið 1981 en 58,1 prósent árið 2013 og má að miklu leyti rekja árangurinn til gríðarlegs hagvaxtar í Kína. Vegna fólksfjölgunar þýða þessar hlutfallstölur þó að um milljarði fleiri lifa á minna en 7,40 dollurum í dag en árið 1981.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár