Prjónaskapur hefur veitt Önnu Margréti Ólafsdóttur hamingju og gleði í gegnum árin en einnig dreift huga hennar og veitt henni hugarró á erfiðum tímum. Um áramótin síðustu lauk hún við að prjóna veðurteppi annað árið í röð og lauk hún verkinu þrátt fyrir að hún væri á sama tíma að glíma við sorg og missi.
Anna Margrét missti mann sinn, Pétur Gunnarsson blaðamann, í nóvember á síðasta ári eftir snarpa glímu við krabbamein sem hann greindist með sumarið 2017. Anna Margrét segir að hún hafi hafi notað prjónaskapinn til að hjálpa sér að halda hugarró, bæði í veikindum Péturs og einnig eftir að hann féll frá. En verkefnið við veðurteppin hófst áður en sjúkdóminn bar að garði. „Ég rakst á Facebook-síðu um veðráttuteppi árið 2016, það var einhver prjónabúð sem stofnaði þá síðu og í upphafi var það sennilega bara hugsað sem einhvers konar auglýsing. Þar voru settar inn leiðbeiningar …
Athugasemdir