Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota en ætlar að „berjast á móti vindi“

Fyr­ir­tæki manns sem hátt í 30 kon­ur telja hafa brot­ið gegn sér þakk­ar við­skipta­vin­um fyr­ir tryggð­ina. „Hlökk­um til hvers dags með ykk­ur.“

Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota en ætlar að „berjast á móti vindi“

Postura, meðhöndlarastofa Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, sendir þeim viðskiptavinum hlýjar kveðjur sem haldið hafa tryggð við fyrirtækið þrátt fyrir að tugir kvenna hafi sakað Jóhannes um kynferðisbrot. „Við hjá Postura erum virkilega þakklát stuðningi frá öllum þeim viðskiptavinum sem halda traust og trú við okkur, stundum þegar blæs á móti og þá er tvennt í stöðunni að fara í skjól eða berjast á móti vindi. Hlökkum til hvers dags með ykkur, kv postura Crew,“ segir í færslu sem fyrirtækið birti á Facebook nú í byrjun vikunnar. 

DV og Fréttablaðið greindu frá því fyrir jól að tæplega 30 konur hefðu leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna meintra brota Jóhannesar Tryggva gegn þeim. „Ég sérhæfi mig í losa um viðnám og spennu, leiðrétta líkamsstöðu og lagfæra verki í stoðkerfinu,“ er haft eftir Jóhannesi á vef fyrirtækisins. Hann hefur gefið lítið fyrir ásakanirnar, gert lögmanni kvennanna upp annarlegar hvatir og hvatt karlmenn til að manna sig upp gagnvart „crazy bitches þarna úti“. 

Elísabet Ýr Atladóttir, femínisti sem hefur látið talsvert að sér kveða í umræðunni um málefni kynjanna undanfarin ár, vekur athygli á tilkynningu fyrirtækisins á Facebook. „Maðurinn sem rekur þessa stofu, Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, hefur verið kærður af amk 15 konum fyrir kynferðisbrot,“ skrifar hún. „Það er greinilega bara mótvindur og leiðindi sem þarf smá samstöðu gegn. Hann virðist rosalega þakklátur fyrir þau sem hunsa það algjörlega að það er verið að kæra hann margfalt. Hann hefur gert grín að þessu, gerir lítið úr konunum sem ásaka hann, þakkar svo fyrir meðvirkni fólks,“ skrifar hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár