Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Heróp gegn skammdeginu og óttinn við höfnun

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 25. janú­ar til 7. fe­brú­ar.

Heróp gegn skammdeginu og óttinn við höfnun

Þetta og svo margt fleira er að gerast næstu tvær vikurnar.

Hljóðön

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? 26. janúar til 3. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis

Hafnarborg verður opnuð á ný eftir framkvæmdir með þessari sýningu sem fjallar meðal annars um tónlist í tímaleysi safnarýmisins. Sýningin fagnar fimm ára starfsafmæli samnefndrar tónleikaraðar, sem hefur verið á dagskrá Hafnarborgar allt frá árinu 2013 og tileinkuð er samtímatónlist.

Myrkir Músikdagar

Hvar? Víða um borgina
Hvenær? 26. jan. til 2. feb.
Aðgangseyrir: 15.000 kr.

Þessi hátíð hefur verið starfrækt frá 9. áratugnum, en í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. Meðal annars kemur Sinfóníuhljómsveit Íslands, Nordic Affect og ýmsir rafeinyrkjar fram.

Skúlptúr og nánd

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? Til 31. mars
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Abstraktlistamaðurinn Sigurður Guðmundsson hefur átt langan feril og víða er að finna höggmyndir eftir hann í opnu rými, bæði á Norðurlöndunum og Mið-Evrópu. Sigurður segir sjálfur að verk hans séu merkingarfælin og til þess fallin að skapa tilfinningar í brjósti áhorfanda. Hann vinnur viljandi ekki með geometrísk form.

Kim Larsen – heiðurstónleikar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 31. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Skrautlegasta og stærsta dægurlagastjarna Danaveldis, Kim Larsen, féll frá í fyrra, en hann hefur skilið eftir sig fjöldann allan af tónverkum og verið áhrifavaldur á fjölda kynslóða í Danmörku og víðar. Mads Mouritz og hljómsveit spila alla helstu slagara hans, en auk þeirra taka til sviðs Ólöf Arnalds, Bubbi Morthens, Teitur Magnússon og fleiri.

Það sem við gerum í einrúmi

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 1.–23. febrúar
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Þetta íslenska kvikmyndaleikhúsverk fjallar um einsemdina, einangrun og óttann við höfnun. Verkið segir frá fjórum ólíkum einstaklingum sem búa í sömu blokkinni. Öll eru þau einangruð, en af mismunandi ástæðum. Þrá þeirra til að tengja við aðra drífur þau til aðgerða, hvert á sinn hátt.

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Til 3. febrúar
Aðgangseyrir: 6.550 kr.

Á kvöldvökunni ætlar sagnamaðurinn Jón Gnarr að segja sögur af sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Meðal þess er þegar hann var afklæddur á hommaklúbbi í New York, þegar hann átti notalegt spjall við íslenskan nasista sem hitti Hitler, apakött sem kom til Íslands og fleiri sögur.

S.A.D Festival

Hvar? Paloma
Hvenær? 1. febrúar kl. 21.00
Aðgansgeyrir: Ókeypis!

Þessi ókeypis einnar nætur tónlistarviðburður er settur á laggirnar til að létta á skammdegisþunglyndinu. Á tónleikunum kemur fram rjómi íslensku rappsenunnar og spilar langt fram í morgunsárið. Fram koma til dæmis dúndur dúóið Cyber, klikkaði vísindamaðurinn Elli Grill, drottning trap-senunnar, Alvia, rímnasmiðurinn Ragag Holm, Flóni, kef LAVÍK og fleiri.

Warmland

Hvar? Iðnó
Hvenær? 6. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Róllyndu pop-raftónlistarmennirnir tveir í Warmland halda tónleika í Iðnó þar sem lagt verður mikið upp úr sjónrænum áhrifum og upplifun. Sveitin er skipuð fyrrum meðlimum Ensíma og Leaves og er reynslunni ríkari. Sveitin spilaði síðast á Iceland Airwaves og er með plötu í bígerð sem á að koma út í vor.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár