Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heróp gegn skammdeginu og óttinn við höfnun

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 25. janú­ar til 7. fe­brú­ar.

Heróp gegn skammdeginu og óttinn við höfnun

Þetta og svo margt fleira er að gerast næstu tvær vikurnar.

Hljóðön

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? 26. janúar til 3. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis

Hafnarborg verður opnuð á ný eftir framkvæmdir með þessari sýningu sem fjallar meðal annars um tónlist í tímaleysi safnarýmisins. Sýningin fagnar fimm ára starfsafmæli samnefndrar tónleikaraðar, sem hefur verið á dagskrá Hafnarborgar allt frá árinu 2013 og tileinkuð er samtímatónlist.

Myrkir Músikdagar

Hvar? Víða um borgina
Hvenær? 26. jan. til 2. feb.
Aðgangseyrir: 15.000 kr.

Þessi hátíð hefur verið starfrækt frá 9. áratugnum, en í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. Meðal annars kemur Sinfóníuhljómsveit Íslands, Nordic Affect og ýmsir rafeinyrkjar fram.

Skúlptúr og nánd

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? Til 31. mars
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Abstraktlistamaðurinn Sigurður Guðmundsson hefur átt langan feril og víða er að finna höggmyndir eftir hann í opnu rými, bæði á Norðurlöndunum og Mið-Evrópu. Sigurður segir sjálfur að verk hans séu merkingarfælin og til þess fallin að skapa tilfinningar í brjósti áhorfanda. Hann vinnur viljandi ekki með geometrísk form.

Kim Larsen – heiðurstónleikar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 31. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Skrautlegasta og stærsta dægurlagastjarna Danaveldis, Kim Larsen, féll frá í fyrra, en hann hefur skilið eftir sig fjöldann allan af tónverkum og verið áhrifavaldur á fjölda kynslóða í Danmörku og víðar. Mads Mouritz og hljómsveit spila alla helstu slagara hans, en auk þeirra taka til sviðs Ólöf Arnalds, Bubbi Morthens, Teitur Magnússon og fleiri.

Það sem við gerum í einrúmi

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 1.–23. febrúar
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Þetta íslenska kvikmyndaleikhúsverk fjallar um einsemdina, einangrun og óttann við höfnun. Verkið segir frá fjórum ólíkum einstaklingum sem búa í sömu blokkinni. Öll eru þau einangruð, en af mismunandi ástæðum. Þrá þeirra til að tengja við aðra drífur þau til aðgerða, hvert á sinn hátt.

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Til 3. febrúar
Aðgangseyrir: 6.550 kr.

Á kvöldvökunni ætlar sagnamaðurinn Jón Gnarr að segja sögur af sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Meðal þess er þegar hann var afklæddur á hommaklúbbi í New York, þegar hann átti notalegt spjall við íslenskan nasista sem hitti Hitler, apakött sem kom til Íslands og fleiri sögur.

S.A.D Festival

Hvar? Paloma
Hvenær? 1. febrúar kl. 21.00
Aðgansgeyrir: Ókeypis!

Þessi ókeypis einnar nætur tónlistarviðburður er settur á laggirnar til að létta á skammdegisþunglyndinu. Á tónleikunum kemur fram rjómi íslensku rappsenunnar og spilar langt fram í morgunsárið. Fram koma til dæmis dúndur dúóið Cyber, klikkaði vísindamaðurinn Elli Grill, drottning trap-senunnar, Alvia, rímnasmiðurinn Ragag Holm, Flóni, kef LAVÍK og fleiri.

Warmland

Hvar? Iðnó
Hvenær? 6. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Róllyndu pop-raftónlistarmennirnir tveir í Warmland halda tónleika í Iðnó þar sem lagt verður mikið upp úr sjónrænum áhrifum og upplifun. Sveitin er skipuð fyrrum meðlimum Ensíma og Leaves og er reynslunni ríkari. Sveitin spilaði síðast á Iceland Airwaves og er með plötu í bígerð sem á að koma út í vor.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár