Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Heróp gegn skammdeginu og óttinn við höfnun

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 25. janú­ar til 7. fe­brú­ar.

Heróp gegn skammdeginu og óttinn við höfnun

Þetta og svo margt fleira er að gerast næstu tvær vikurnar.

Hljóðön

Hvar? Hafnarborg
Hvenær? 26. janúar til 3. mars
Aðgangseyrir: Ókeypis

Hafnarborg verður opnuð á ný eftir framkvæmdir með þessari sýningu sem fjallar meðal annars um tónlist í tímaleysi safnarýmisins. Sýningin fagnar fimm ára starfsafmæli samnefndrar tónleikaraðar, sem hefur verið á dagskrá Hafnarborgar allt frá árinu 2013 og tileinkuð er samtímatónlist.

Myrkir Músikdagar

Hvar? Víða um borgina
Hvenær? 26. jan. til 2. feb.
Aðgangseyrir: 15.000 kr.

Þessi hátíð hefur verið starfrækt frá 9. áratugnum, en í dag er áhersla hátíðarinnar að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja íslenska tónlist og flytjendur í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. Meðal annars kemur Sinfóníuhljómsveit Íslands, Nordic Affect og ýmsir rafeinyrkjar fram.

Skúlptúr og nánd

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? Til 31. mars
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Abstraktlistamaðurinn Sigurður Guðmundsson hefur átt langan feril og víða er að finna höggmyndir eftir hann í opnu rými, bæði á Norðurlöndunum og Mið-Evrópu. Sigurður segir sjálfur að verk hans séu merkingarfælin og til þess fallin að skapa tilfinningar í brjósti áhorfanda. Hann vinnur viljandi ekki með geometrísk form.

Kim Larsen – heiðurstónleikar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 31. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 4.500 kr.

Skrautlegasta og stærsta dægurlagastjarna Danaveldis, Kim Larsen, féll frá í fyrra, en hann hefur skilið eftir sig fjöldann allan af tónverkum og verið áhrifavaldur á fjölda kynslóða í Danmörku og víðar. Mads Mouritz og hljómsveit spila alla helstu slagara hans, en auk þeirra taka til sviðs Ólöf Arnalds, Bubbi Morthens, Teitur Magnússon og fleiri.

Það sem við gerum í einrúmi

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 1.–23. febrúar
Aðgangseyrir: 4.400 kr.

Þetta íslenska kvikmyndaleikhúsverk fjallar um einsemdina, einangrun og óttann við höfnun. Verkið segir frá fjórum ólíkum einstaklingum sem búa í sömu blokkinni. Öll eru þau einangruð, en af mismunandi ástæðum. Þrá þeirra til að tengja við aðra drífur þau til aðgerða, hvert á sinn hátt.

Kvöldvaka með Jóni Gnarr

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Til 3. febrúar
Aðgangseyrir: 6.550 kr.

Á kvöldvökunni ætlar sagnamaðurinn Jón Gnarr að segja sögur af sínu lífi og má með sanni segja að sumt af því sem hann hefur upplifað er alveg hreint lygilegt. Meðal þess er þegar hann var afklæddur á hommaklúbbi í New York, þegar hann átti notalegt spjall við íslenskan nasista sem hitti Hitler, apakött sem kom til Íslands og fleiri sögur.

S.A.D Festival

Hvar? Paloma
Hvenær? 1. febrúar kl. 21.00
Aðgansgeyrir: Ókeypis!

Þessi ókeypis einnar nætur tónlistarviðburður er settur á laggirnar til að létta á skammdegisþunglyndinu. Á tónleikunum kemur fram rjómi íslensku rappsenunnar og spilar langt fram í morgunsárið. Fram koma til dæmis dúndur dúóið Cyber, klikkaði vísindamaðurinn Elli Grill, drottning trap-senunnar, Alvia, rímnasmiðurinn Ragag Holm, Flóni, kef LAVÍK og fleiri.

Warmland

Hvar? Iðnó
Hvenær? 6. febrúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Róllyndu pop-raftónlistarmennirnir tveir í Warmland halda tónleika í Iðnó þar sem lagt verður mikið upp úr sjónrænum áhrifum og upplifun. Sveitin er skipuð fyrrum meðlimum Ensíma og Leaves og er reynslunni ríkari. Sveitin spilaði síðast á Iceland Airwaves og er með plötu í bígerð sem á að koma út í vor.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár