Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Ekki komist yfir nema fuglinn fljúgandi“

Deil­an um landa­mæramúr Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta hef­ur lam­að rík­is­stofn­an­ir þar sem hann neit­ar að skrifa und­ir fjár­lög nema múr­inn verði fjár­magn­að­ur. En hversu raun­sæj­ar eru hug­mynd­ir hans, hvað myndi verk­efn­ið kosta og hvernig stenst það sam­an­burð við stærstu fram­kvæmd­ir sem mann­kyn­ið hef­ur tek­ið sér fyr­ir hend­ur?

Hinn 8. janúar síðastliðinn ávarpaði Donald Trump Bandaríkjaforseti þjóð sína í beinni útsendingu á besta útsendingartíma, eða klukkan níu um kvöldið að staðartíma á austurströnd Bandaríkjanna. Allar helstu sjónvarpsstöðvar sýndu beint frá Hvíta húsinu sem gerist sjaldan á þessum tíma kvölds. George W. Bush fékk að flytja slíkt ávarp árið 2006 en þegar Obama hugðist gera það sama árið 2014 var honum neitað.

Tilefnið af ávarpi Trumps var enda ærið; bandarískum ríkisstofnunum var lokað á dögunum vegna þess að hann gat ekki komist að samkomulagi við þingmenn Demókrataflokksins um fjárlög. Bitbeinið er 5 milljarða dollara fjárveiting sem Trump krefst til að geta hafist handa við að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Afleiðingar þess að loka ríkisstofnunum með þessum hætti eru ekki miklar í fyrstu en margfaldast hratt eftir því sem dagarnir líða og opinbera kerfið byrjar að riða til falls.

Það var enginn sáttartónn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár