Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skuldir fyrirtækis Baltasars seldar til tryggingafélags

Fyr­ir­tæki Baltas­ars Kor­máks, GN Studi­os ehf., hef­ur feng­ið ít­rek­aða fresti til að greiða Kviku og Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands 300 millj­óna króna skuld út af eigna­kaup­um í Gufu­nesi. Baltas­ar seg­ist bíða eft­ir deili­skipu­lagi fyr­ir Gufu­nessvæð­ið til að end­ur­fjármagna lán­in með hag­stæð­ari hætti.

Skuldir fyrirtækis Baltasars seldar til tryggingafélags
Ítrekaður greiðslufrestur Kvika og VÍS hafa veitt GN Studios ehf., fyrirtæki Baltasars Kormáks, ítrekaða greiðslufresti vegna 300 milljóna lána sem notuð voru til fyrir að kaupa húsnæði áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Mynd: Ómar Óskarsson/MBL

Fyrirtæki kvikmyndaleikstjórans og athafnamannsins, Baltasars Kormáks, hefur fengið ítrekaða fresti til að greiða rúmlega 300 milljóna króna lán sem Kvika veitti því til að kaupa eignir Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi af Reykjavíkurborg árið 2016. Tvö lán upp á 150 milljónir hvort voru á gjalddaga síðastliðið sumar en gjaldfresturinn var fluttur til byrjunar desember 2018. Þann 3. desember 2018 var svo undirrritaður samningur um að flytja greiðslu lánanna til byrjunar apríl í ár, 2019. Þetta kemur fram í þinglýstum gögnum um viðskiptin. Lánin eru eingreiðslulán þar sem á að borga þau upp með vöxtum með einni afborgun í lok samningstíma.

Í gögnunum kemur jafnframt fram að annað lánið hafi verið framselt frá Kviku banka og til Vátryggingafélags Íslands (VÍS) í árslok 2017. Kvika og Vátryggingafélag Íslands eru nú kröfuhafar félagsins, GN Studios ehf., sem keypti eignirnar, samtals fjórar fasteignir, fyrir rösklega 300 milljónir króna fyrir rúmum tveimur árum.

GN Studios ehf. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu