Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skuldir fyrirtækis Baltasars seldar til tryggingafélags

Fyr­ir­tæki Baltas­ars Kor­máks, GN Studi­os ehf., hef­ur feng­ið ít­rek­aða fresti til að greiða Kviku og Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands 300 millj­óna króna skuld út af eigna­kaup­um í Gufu­nesi. Baltas­ar seg­ist bíða eft­ir deili­skipu­lagi fyr­ir Gufu­nessvæð­ið til að end­ur­fjármagna lán­in með hag­stæð­ari hætti.

Skuldir fyrirtækis Baltasars seldar til tryggingafélags
Ítrekaður greiðslufrestur Kvika og VÍS hafa veitt GN Studios ehf., fyrirtæki Baltasars Kormáks, ítrekaða greiðslufresti vegna 300 milljóna lána sem notuð voru til fyrir að kaupa húsnæði áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Mynd: Ómar Óskarsson/MBL

Fyrirtæki kvikmyndaleikstjórans og athafnamannsins, Baltasars Kormáks, hefur fengið ítrekaða fresti til að greiða rúmlega 300 milljóna króna lán sem Kvika veitti því til að kaupa eignir Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi af Reykjavíkurborg árið 2016. Tvö lán upp á 150 milljónir hvort voru á gjalddaga síðastliðið sumar en gjaldfresturinn var fluttur til byrjunar desember 2018. Þann 3. desember 2018 var svo undirrritaður samningur um að flytja greiðslu lánanna til byrjunar apríl í ár, 2019. Þetta kemur fram í þinglýstum gögnum um viðskiptin. Lánin eru eingreiðslulán þar sem á að borga þau upp með vöxtum með einni afborgun í lok samningstíma.

Í gögnunum kemur jafnframt fram að annað lánið hafi verið framselt frá Kviku banka og til Vátryggingafélags Íslands (VÍS) í árslok 2017. Kvika og Vátryggingafélag Íslands eru nú kröfuhafar félagsins, GN Studios ehf., sem keypti eignirnar, samtals fjórar fasteignir, fyrir rösklega 300 milljónir króna fyrir rúmum tveimur árum.

GN Studios ehf. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár