Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Skuldir fyrirtækis Baltasars seldar til tryggingafélags

Fyr­ir­tæki Baltas­ars Kor­máks, GN Studi­os ehf., hef­ur feng­ið ít­rek­aða fresti til að greiða Kviku og Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands 300 millj­óna króna skuld út af eigna­kaup­um í Gufu­nesi. Baltas­ar seg­ist bíða eft­ir deili­skipu­lagi fyr­ir Gufu­nessvæð­ið til að end­ur­fjármagna lán­in með hag­stæð­ari hætti.

Skuldir fyrirtækis Baltasars seldar til tryggingafélags
Ítrekaður greiðslufrestur Kvika og VÍS hafa veitt GN Studios ehf., fyrirtæki Baltasars Kormáks, ítrekaða greiðslufresti vegna 300 milljóna lána sem notuð voru til fyrir að kaupa húsnæði áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Mynd: Ómar Óskarsson/MBL

Fyrirtæki kvikmyndaleikstjórans og athafnamannsins, Baltasars Kormáks, hefur fengið ítrekaða fresti til að greiða rúmlega 300 milljóna króna lán sem Kvika veitti því til að kaupa eignir Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi af Reykjavíkurborg árið 2016. Tvö lán upp á 150 milljónir hvort voru á gjalddaga síðastliðið sumar en gjaldfresturinn var fluttur til byrjunar desember 2018. Þann 3. desember 2018 var svo undirrritaður samningur um að flytja greiðslu lánanna til byrjunar apríl í ár, 2019. Þetta kemur fram í þinglýstum gögnum um viðskiptin. Lánin eru eingreiðslulán þar sem á að borga þau upp með vöxtum með einni afborgun í lok samningstíma.

Í gögnunum kemur jafnframt fram að annað lánið hafi verið framselt frá Kviku banka og til Vátryggingafélags Íslands (VÍS) í árslok 2017. Kvika og Vátryggingafélag Íslands eru nú kröfuhafar félagsins, GN Studios ehf., sem keypti eignirnar, samtals fjórar fasteignir, fyrir rösklega 300 milljónir króna fyrir rúmum tveimur árum.

GN Studios ehf. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár