Fyrirtæki kvikmyndaleikstjórans og athafnamannsins, Baltasars Kormáks, hefur fengið ítrekaða fresti til að greiða rúmlega 300 milljóna króna lán sem Kvika veitti því til að kaupa eignir Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi af Reykjavíkurborg árið 2016. Tvö lán upp á 150 milljónir hvort voru á gjalddaga síðastliðið sumar en gjaldfresturinn var fluttur til byrjunar desember 2018. Þann 3. desember 2018 var svo undirrritaður samningur um að flytja greiðslu lánanna til byrjunar apríl í ár, 2019. Þetta kemur fram í þinglýstum gögnum um viðskiptin. Lánin eru eingreiðslulán þar sem á að borga þau upp með vöxtum með einni afborgun í lok samningstíma.
Í gögnunum kemur jafnframt fram að annað lánið hafi verið framselt frá Kviku banka og til Vátryggingafélags Íslands (VÍS) í árslok 2017. Kvika og Vátryggingafélag Íslands eru nú kröfuhafar félagsins, GN Studios ehf., sem keypti eignirnar, samtals fjórar fasteignir, fyrir rösklega 300 milljónir króna fyrir rúmum tveimur árum.
GN Studios ehf. …
Athugasemdir