Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ísafoldarprentsmiðja segir upp átta starfsmönnum

Ástæð­an sögð hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir hjá fyr­ir­tæk­inu. Krist­þór Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri seg­ir upp­sagn­irn­ar ekki vera vegna sam­drátt­ar hjá við­skipta­vin­um. Frétta­blað­ið er lang­stærsti að­il­inn sem Ísa­fold­ar­prent­smiðja þjón­ar.

Ísafoldarprentsmiðja segir upp átta starfsmönnum
Fækka í hagræðingarskyni Uppsagnir átta starfsmanna Ísafoldarprentsmiðju eru ekki sagðar vera vegna þess að neinn af viðskiptavinum prentsmiðjunnar hafi dregið saman seglin.

Átta starfsmenn Ísafoldarprentsmiðju fengu uppsagnarbréf nú um áramótin. Um er að ræða ríflega tíu prósent allra starfsmanna prentsmiðjunnar en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins vinna þar um 60 manns. Ástæðan er, að sögn Kristþórs Gunnarssonar framkvæmdastjóra, hagræðingaraðgerðir.

Starfsmennirnir sem um ræðir vinna flestir eða allir í blaðaprentunardeild prentsmiðjunnar. „Við erum að breyta vaktakerfinu þannig að það henti betur framleiðslunni eins og hún er núna. Við sögðum upp þessum átta en svo er ekki víst að við þurfum að segja þeim upp endanlega. Við vonumst til að geta endurráðið þessa starfsmenn alla en það verður bara að koma í ljós,“ segir Kristþór.

Aðspurður hvort ástæðan fyrir hagræðingaraðgerðunum og þar með uppsögnunum væri að einhverjir þeirra aðila sem láta prenta sitt efni hjá Ísafoldarprentsmiðju væru að draga saman seglin í prentun svaraði Kristþór því til að svo væri ekki. Fréttblaðið er stærsti viðskiptavinur Ísafoldarprentsmiðju og orðrómur hefur verið uppi um að blaðið skuldi prentsmiðjunni ótilgreindar fjárhæðir umfram það sem venja er. Spurður hvort að eitthvað sé hæft í því sagði Kristþór að hann gæti hvorki né vildi svara því. „Ég svara því ekki, það er bara trúnaðarmál á milli okkar og okkar viðskiptavina hver staðan er hjá þeim hverju sinni.“ Spurður enn frekar hvort að ástæðan fyrir hagræðingaðgerðunum hjá prentsmiðjunni mætti rekja til mögulegra skulda Fréttablaðins eða breytinga þess á viðskiptum við prentsmiðjuna vildi Kristþór ekki heldur svara því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár