Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ísafoldarprentsmiðja segir upp átta starfsmönnum

Ástæð­an sögð hag­ræð­ing­ar­að­gerð­ir hjá fyr­ir­tæk­inu. Krist­þór Gunn­ars­son fram­kvæmda­stjóri seg­ir upp­sagn­irn­ar ekki vera vegna sam­drátt­ar hjá við­skipta­vin­um. Frétta­blað­ið er lang­stærsti að­il­inn sem Ísa­fold­ar­prent­smiðja þjón­ar.

Ísafoldarprentsmiðja segir upp átta starfsmönnum
Fækka í hagræðingarskyni Uppsagnir átta starfsmanna Ísafoldarprentsmiðju eru ekki sagðar vera vegna þess að neinn af viðskiptavinum prentsmiðjunnar hafi dregið saman seglin.

Átta starfsmenn Ísafoldarprentsmiðju fengu uppsagnarbréf nú um áramótin. Um er að ræða ríflega tíu prósent allra starfsmanna prentsmiðjunnar en samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins vinna þar um 60 manns. Ástæðan er, að sögn Kristþórs Gunnarssonar framkvæmdastjóra, hagræðingaraðgerðir.

Starfsmennirnir sem um ræðir vinna flestir eða allir í blaðaprentunardeild prentsmiðjunnar. „Við erum að breyta vaktakerfinu þannig að það henti betur framleiðslunni eins og hún er núna. Við sögðum upp þessum átta en svo er ekki víst að við þurfum að segja þeim upp endanlega. Við vonumst til að geta endurráðið þessa starfsmenn alla en það verður bara að koma í ljós,“ segir Kristþór.

Aðspurður hvort ástæðan fyrir hagræðingaraðgerðunum og þar með uppsögnunum væri að einhverjir þeirra aðila sem láta prenta sitt efni hjá Ísafoldarprentsmiðju væru að draga saman seglin í prentun svaraði Kristþór því til að svo væri ekki. Fréttblaðið er stærsti viðskiptavinur Ísafoldarprentsmiðju og orðrómur hefur verið uppi um að blaðið skuldi prentsmiðjunni ótilgreindar fjárhæðir umfram það sem venja er. Spurður hvort að eitthvað sé hæft í því sagði Kristþór að hann gæti hvorki né vildi svara því. „Ég svara því ekki, það er bara trúnaðarmál á milli okkar og okkar viðskiptavina hver staðan er hjá þeim hverju sinni.“ Spurður enn frekar hvort að ástæðan fyrir hagræðingaðgerðunum hjá prentsmiðjunni mætti rekja til mögulegra skulda Fréttablaðins eða breytinga þess á viðskiptum við prentsmiðjuna vildi Kristþór ekki heldur svara því.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár