Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lög brotin og rangar upplýsingar veittar í Braggamálinu

Skýrsla innri end­ur­skoð­un­ar Reykja­vík­ur­borg­ar er því sem næst sam­felld­ur áfell­is­dóm­ur yf­ir að­komu borg­ar­kerf­is­ins að end­ur­bygg­ingu hús­anna að Naut­hóls­vegi 100.

Lög brotin og rangar upplýsingar veittar í Braggamálinu
Áfellisdómur Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um framkvæmdir við endurbyggingu braggans í Nauthólsvík er svört. Mynd: Davíð Þór

Lög voru brotin, verkferlar voru ekki virtir, ekki var farið að innkaupareglum Reykjavíkurborgar, borgarráði voru veittar villandi og jafnvel rangar upplýsingar, samningar um verkefni voru ekki skriflegir og þeir gerðir við vini og kunningja þeirra sem stóðu að framkvæmdinni. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu bragga við Nauthólsveg 100 og samliggjandi húsa. Skýrslan sýnir fram á alvarlegar brotalamir er snúa að þætti Reykjavíkurborgar við framkvæmdir í braggamálinu svokallaða. Þá kemur fram að bæði borgarritari og borgarstjóri hafi vanrækt stjórnunarlegar skyldur sínar og beri ábyrgð, í það minnsta að hluta, á þeim frávikum sem urðu við framkvæmdirnar.

Greint var frá því í september síðastliðnum að kostnaður endurbyggingar húsanna þriggja sem um ræðir væri kominn langt fram úr þeirri kostnaðaráætlun sem unnið var eftir. Frumkostnaðaráætlun, sem gerð var sumarið 2015, gerði ráð fyrir að kostnaður við endurbygginguna yrði …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu