Lög voru brotin, verkferlar voru ekki virtir, ekki var farið að innkaupareglum Reykjavíkurborgar, borgarráði voru veittar villandi og jafnvel rangar upplýsingar, samningar um verkefni voru ekki skriflegir og þeir gerðir við vini og kunningja þeirra sem stóðu að framkvæmdinni. Þetta er meðal niðurstaðna í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um endurbyggingu bragga við Nauthólsveg 100 og samliggjandi húsa. Skýrslan sýnir fram á alvarlegar brotalamir er snúa að þætti Reykjavíkurborgar við framkvæmdir í braggamálinu svokallaða. Þá kemur fram að bæði borgarritari og borgarstjóri hafi vanrækt stjórnunarlegar skyldur sínar og beri ábyrgð, í það minnsta að hluta, á þeim frávikum sem urðu við framkvæmdirnar.
Greint var frá því í september síðastliðnum að kostnaður endurbyggingar húsanna þriggja sem um ræðir væri kominn langt fram úr þeirri kostnaðaráætlun sem unnið var eftir. Frumkostnaðaráætlun, sem gerð var sumarið 2015, gerði ráð fyrir að kostnaður við endurbygginguna yrði …
Athugasemdir