Það er kuldalegt um að litast í ónefndu iðnaðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljósastaurar lýsa upp einmanalegar götur á meðan regnið lemur á bílhræjum sem hvíla handan bjarmans. Hér virðist enginn á ferli nema vindurinn sem rymur á leið sinni milli bílasala, blikksmiðja og verkstæða. Ljóstírur og bláblikkandi sjónvarpsljós á bak við gardínur efri hæðanna gefa til kynna að hér búi fólk. Ungt par birtist skyndilega á milli tveggja lagerbygginga. Þau eru með barnavagn á milli sín. „Veistu hvað gerist ef ég tala við þig?“ spyr faðirinn þegar blaðamaður leitast eftir viðtali. „Þeir henda mér út.“

Mikil eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og síhækkandi leiguverð hefur orðið til þess að sífellt fleiri hafa fundið sig knúna til þess að leita skjóls frá veðri og vindum í iðnaðarhverfum borgarinnar. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins áætlar að á …
Athugasemdir