„Ég borða ekki franskar,“ tilkynni ég bekkjarfélögum mínum þegar sá óhjákvæmilegi tími kemur að allir vilja fara að fá sér fisk og franskar.
„En … en … hvað borðar þú þá?“ spyr ein stúlkan forviða. Þegar stórt er spurt, og ég á eiginlega hálf erfitt með að svara. Ef til vill leið fyrstu grænmetisætunum eins þegar þeir reyndu að útskýra kjötlausan lífsstíl sinn fyrir venjulegu fólki.
Eins og flestir vita kalla Bretar franskar kartöflur „chips“ en Bandaríkjamenn nota það orð um kartöfluflögur. Bretar kalla hið síðarnefnda „crisps,“ helsti framleiðandinn nefnist Walkers og er fyrirtækið 70 ára um þessar mundir, en vinsældir flögunnar má rekja til seinni heimsstyrjaldar þegar kjöt var af skornum skammti. „Crisp sandwich“ samanstendur síðan af franskbrauðsneið með poka af kartöfluflögum ofan á og síðan annarri brauðsneið efst.
Athugasemdir