Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fögnuður ljóssins, jóladansleikur, og umskiptingar á Suðurskautslandinu

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 21. des­em­ber - 10. janú­ar

Fögnuður ljóssins, jóladansleikur, og umskiptingar á Suðurskautslandinu

Þetta og svo margt fleira er að gerast næstu þrjár vikurnar

Andkristnihátíðin

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 21. desember kl. 18.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á myrkasta degi ársins sameinast átta hljómsveitir úr svartmetalsenunni til að fagna komandi ljósi. Þessi hátíð heiðingjanna hefur legið í dvala síðastliðin tvö ár en snýr aftur með látum og heilli fylkingu af hljómsveitum sem eru leiðandi í senunni. Fram koma Carpe Noctem, Sinmara, Nvll, Almyrkvi, Örmagna, Mannveira, Bömmer og World Narcosis.

Jóladansleikur Bjartra sveiflna

Hvar? Húrra
Hvenær? 21. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ábreiðusveitin Bjartar sveiflur hefur komið víða við síðasta árið og efna til jóladansleiks þar sem gestir geta boðið vinum og vandamönnum dans. Vinsæl jólalög verða spiluð, margir gestasöngvarar stíga á sviðið og Saga Sig og Erna Bergmann munu krýna drottningu og konung dansleiksins út frá klæðaburði.

Une Misère & Celestine

Hvar? Húrra
Hvenær? 22. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Orkuboltar landsins geta fagnað því að stærstu harðkjarnasveitir landsins ætla að kveðja árið með dúndrandi tónleikum. Celestine var stofnuð 2006 og er ein af forsprökkum harðkjarnatónlistar Íslands á meðan að Une Misère steig á sviðið tíu árum síðar og hefur verið leiðandi afl í senunni.

Uppistand um hátíðirnar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 23. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Grínistarnir í Goldengang-hópnum halda saman uppistand á Þorláksmessu. Hópurinn hefur haldið vikulega viðburði á mánudögum á Gauknum allt árið, en sökum jóla færist kvöld þeirra yfir á sunnudaginn. Búast má við alls konar bröndurum og sýningum frá 8–10 mismunandi grínistum.

Jon Hopkins & Kiasmos 

Hvar? Húrra 
Hvenær? 31. desember kl. 00.30
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Hálftíma eftir að nýja árið hefst opnar Húrra hurðir sínar og hleypa að Jon Hopkins og Kiasmos. Jon Hopkins hefur skrifað tilfinningaþrungna raftónlist í nærri tvo áratugi og flutt hana úti um allan heim, en hann tók meðal annars upp smáskífu sína, Asleep Versions, á Íslandi. Með honum spilar rafdúettinn Kiasmos sem samanstendur af Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen.

The Thing 

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 6. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Stórmyndin The Thing er nýárssýning Svartra sunnudaga. Þessi John Carpenter-költmynd gerist á Suðurskautslandinu 1982 þar sem umskiptingageimvera sem var föst í frostjörð þiðnar og reynir að komast til byggða. Áfengissjúkur þyrluflugmaður, leikinn af Kurt Russel, reynir að hindra för þessarar hættulegu geimveru vopnaður eldvörpu og dínamíti.

Ásmundur Sveinsson: List fyrir fólkið

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? Lokar 6. janúar
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Á sýningunni er sjónum beint að öllum ferli Ásmundar Sveinssonar, allt frá tréskurðarnámi hjá Ríkarði Jónssyni og til síðustu ára listamannsins. Sýnd eru verk unnin í ýmis efni, þar á meðal verk höggvin úr tré, steinsteypu og brons. Á sýningunni eru jafnframt frummyndir þekktra verka sem stækkuð hafa verið og sett upp víða um land.

Ég dey

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Frumsýnt 10. janúar
Aðgangseyrir: frá 6.550 kr.

Ég dey er einleikur eftir Charlotte Bøving sem hún skrifar og flytur þar sem hún skoðar lífið frá sjónarhóli dauðans og dauðann frá sjónarhóli lífsins. Hún var orðin 50 ára þegar hún gerði sér almennilega grein fyrir því að hún myndi deyja, en sýningin er unnin út frá þessari uppgötvun. Þetta er þriðja einkasýning Charlotte.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár