Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, veif­aði pen­inga­búnti í ræðu­stól Al­þing­is og skor­aði á alla þing­menn að gefa 181 þús­und króna jóla­bón­us sinn til góð­gerð­ar­sam­taka.

Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, veifaði peningabúnti í ræðustól Alþingis og skoraði á þingmenn að gefa jólabónus sinn til góðgerðarsamtaka.

Inga tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og benti á að þingmenn hafi fengið 181 þúsund krónur í jólabónus. Hún ætli að gefa upphæðina til fátækra.

„Hvað ætlum við að gefa þjóðinni okkar í jólagjöf?“ spurði Inga. „Það er búið að slengja í lás öllum möguleikum til þess að bæta hag okkar minnstu bræðra og systra. Fjárlögin fyrir árið 2019 hafa verið afgreidd, fjáraukinn verður tekinn út núna á næstunni. Það er ekki möguleiki á að bæta kjör þeirra fyrr en árið 2020. Það er búið að slengja öllu í lás.“

Inga sagði konu hafa haft samband við sig í morgun, sem vinni hjá góðgerðarsamtökum. „Það voru 120 einstaklingar sem komu til hennar í gær og þáðu gjafakort, Bónus-kort. Hún sagði að það væri sárara en tárum taki að horfa á upp á hvað í rauninni eymdin hefur vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga.

Loks benti hún á þá upphæð sem þingmenn hafi fengið í jólabónus, 181 þúsund krónur. „Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, háttvirtur forseti. Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla hér að gera slíkt hið sama. Því við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár