Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, veif­aði pen­inga­búnti í ræðu­stól Al­þing­is og skor­aði á alla þing­menn að gefa 181 þús­und króna jóla­bón­us sinn til góð­gerð­ar­sam­taka.

Inga Sæland skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, veifaði peningabúnti í ræðustól Alþingis og skoraði á þingmenn að gefa jólabónus sinn til góðgerðarsamtaka.

Inga tók til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og benti á að þingmenn hafi fengið 181 þúsund krónur í jólabónus. Hún ætli að gefa upphæðina til fátækra.

„Hvað ætlum við að gefa þjóðinni okkar í jólagjöf?“ spurði Inga. „Það er búið að slengja í lás öllum möguleikum til þess að bæta hag okkar minnstu bræðra og systra. Fjárlögin fyrir árið 2019 hafa verið afgreidd, fjáraukinn verður tekinn út núna á næstunni. Það er ekki möguleiki á að bæta kjör þeirra fyrr en árið 2020. Það er búið að slengja öllu í lás.“

Inga sagði konu hafa haft samband við sig í morgun, sem vinni hjá góðgerðarsamtökum. „Það voru 120 einstaklingar sem komu til hennar í gær og þáðu gjafakort, Bónus-kort. Hún sagði að það væri sárara en tárum taki að horfa á upp á hvað í rauninni eymdin hefur vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga.

Loks benti hún á þá upphæð sem þingmenn hafi fengið í jólabónus, 181 þúsund krónur. „Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, háttvirtur forseti. Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla hér að gera slíkt hið sama. Því við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár