Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

Seg­ist hafa lagt mikla áherslu á að gang­ast við hegð­un sinni. Kenn­ir ólíkri upp­lif­un þeirra tveggja um mis­ræmi í frá­sögn­um. Bára lýsti því að Ág­úst hefði dreg­ið veru­lega úr at­burð­um í sinni yf­ir­lýs­ingu.

Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru
Segist ekki hafa ætlað að draga úr sínum hlut Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað að draga úr sínum hlut þegar kom að lýsingum á ósæmilegri hegðun hans í garð Báru Huldar Beck.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa ætlað að rengja frásögn Báru Huldar Beck eða draga úr sínum hlut varðandi áreitni í hennar garð. Misræmi í frásögnum þeirra megi rekja til ólíkrar upplifunar.

Bára Huld birti fyrr í dag svar við yfirlýsingu Ágústs frá því fyrir helgi, þar sem Ágúst hafði greint frá því að hann hefði verið áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa hegðað sér ósæmilega við Báru, sem hann nafngreindi ekki þá.

„Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun“

Í svari Báru í dag kemur fram að Ágúst hafi að hennar mati dregið verulega úr atburðum. Þannig hafi Ágúst ítrekað reynt að kyssa hana, en ekki tvívegis eins og hann hafi lýst, og það þrátt fyrir hún hafi alltaf neitað honum og sett skýr mörk. Þá hafi hann niðurlægt hana með orðum um útlit hennar og gáfnafar. Bára segir hafi upplifað þvingandi áreitni, varnarleysi og niðurlægingu af hendi Ágústs.

Ágúst segir í nýjustu yfirlýsingu sinni að ætlun hans hafi aldrei verið að rengja frásögn Báru eða draga úr sínum hlut. „Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli.

Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár