Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

Seg­ist hafa lagt mikla áherslu á að gang­ast við hegð­un sinni. Kenn­ir ólíkri upp­lif­un þeirra tveggja um mis­ræmi í frá­sögn­um. Bára lýsti því að Ág­úst hefði dreg­ið veru­lega úr at­burð­um í sinni yf­ir­lýs­ingu.

Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru
Segist ekki hafa ætlað að draga úr sínum hlut Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað að draga úr sínum hlut þegar kom að lýsingum á ósæmilegri hegðun hans í garð Báru Huldar Beck.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa ætlað að rengja frásögn Báru Huldar Beck eða draga úr sínum hlut varðandi áreitni í hennar garð. Misræmi í frásögnum þeirra megi rekja til ólíkrar upplifunar.

Bára Huld birti fyrr í dag svar við yfirlýsingu Ágústs frá því fyrir helgi, þar sem Ágúst hafði greint frá því að hann hefði verið áminntur af trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar fyrir að hafa hegðað sér ósæmilega við Báru, sem hann nafngreindi ekki þá.

„Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun“

Í svari Báru í dag kemur fram að Ágúst hafi að hennar mati dregið verulega úr atburðum. Þannig hafi Ágúst ítrekað reynt að kyssa hana, en ekki tvívegis eins og hann hafi lýst, og það þrátt fyrir hún hafi alltaf neitað honum og sett skýr mörk. Þá hafi hann niðurlægt hana með orðum um útlit hennar og gáfnafar. Bára segir hafi upplifað þvingandi áreitni, varnarleysi og niðurlægingu af hendi Ágústs.

Ágúst segir í nýjustu yfirlýsingu sinni að ætlun hans hafi aldrei verið að rengja frásögn Báru eða draga úr sínum hlut. „Misræmið sem hún rekur í svari sínu byggir á ólíkri upplifun. Ég lagði mikla áherslu á í okkar samtölum og í framburði mínum hjá trúnaðarnefndinni að gangast við minni hegðun. Hennar upplifun er auðvitað aðalatriðið í þessu máli.

Ég er í dag að leita mér faglegrar aðstoðar vegna hegðunar minnar og róta hennar. Ég bið Báru Huld enn og aftur innilegrar afsökunar á framkomu minni og þeirri vanlíðan sem ég hef valdið henni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár