Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þegar Marvin skrapp á mótmæli

Des­em­ber­mán­uð­ur byrj­aði sér­kenni­lega hjá Báru Hall­dórs­dótt­ur. Hún vapp­aði um Al­þingi og leit við á mót­mæla­fund­in­um á Aust­ur­velli án þess að nokk­urn grun­aði að hún væri hinn al­ræmdi Mar­vin.

Þegar Marvin skrapp á mótmæli
Marvin reyndist Bára Marvin steig fram í viðtali við Stundina á föstudag undir sínu rétta nafni, Bára Halldórsdóttir. Mynd: Elín Edda Þorsteinsdóttir

B

ára Halldórsdóttir, konan sem sat skammt frá sex þingmönnum á Klaustri bar þann 20. nóvember síðastliðinn og hljóðritaði samskipti þeirra, lét sig ekki vanta á mótmælafundinn 1. desember þar sem kallað var eftir afsögn þingmannanna. 

Fyrst leit hún við í Alþingishúsinu sem var opið gestum og gangandi í tilefni 100 ára fullveldisafmælis. 

„Ég gekk þar um og hugsaði með mér: Jahá, hér er þetta fólk í vinnu og hér stend ég, sem var fluga á vegg,“ sagði Bára þegar hún kom fram undir sínu rétta nafni í viðtali við Stundina á föstudag. „Ég er þessi Marvin sem ruggaði bátnum.“ 

„Hér er ég, Marvin“Það var opið hús á Alþingi og Bára leit við.

Þegar Báru varð litið yfir mótmælafundinn á Austurvelli varð hún meyr og fann sig knúna til að festa atburðina og upplifun sína á filmu. Stundin fékk leyfi Báru til að birta myndskeiðið:

„Það var yndisleg tilfinning að standa á Austurvelli,“ sagði Bára í viðtalinu við Stundina fyrir helgi. „Ég settist á bekk og við hliðina á mér sat kona sem var með dóttur sína með sér, litla ofboðslega sæta þriggja ára stelpu. Og ég hugsaði með mér: Í dag erum við saman að vinna að því að þegar þú verður orðin fullorðin kona, þá verði ekki talað svona um þig. Kannski fer þessi litla stelpa einhvern tímann á þing, og við skulum sjá til þess saman að þá verði ekki lengur talað svona um konur á þingi.“ 

Hér má lesa viðtal Stundarinnar við Báru Halldórsdóttur í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár