Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ungmennum með fíknivanda hafnað - „Við erum að tala um BÖRN!!“

Fé­lags­ráð­gjafi gagn­rýn­ir Íbúa­sam­tök Norð­linga­holts harð­lega fyr­ir að mót­mæla vistheim­ili fyr­ir ung­menni með fíkni­vanda. „Hinn sanni jóla­andi sýn­ir sig hér ræki­lega í verki.“

Ungmennum með fíknivanda hafnað - „Við erum að tala um BÖRN!!“

Félagsráðgjafi gagnrýnir harðlega lögbann á vistheimili í Norðlingaholti fyrir ungmenni með fíknivanda. Segir hún fólk tjá sig stöðugt um mikilvægi þess að hjálpa fólki með fíknivanda, en úrræðunum sé svo mótmælt þegar þau bjóðast í næsta nágrenni við heimili þeirra.

„Hvert erum við eiginlega komin í árslok ársins 2018 þegar að vald og skoðanir tiltekinna einstaklinga og íbúa geta orðið þess valdandi að börnum er úthýst úr viðkomandi hverfi!“ skrifar Sigrún Þórarinsdóttir félagsráðgjafi á Facebook.

Sýslumaður samþykkti fyrir viku lögbann á vistheimilið, en til stóð að starfsemi þess mundi hefjast á næstu vikum. Lögbannið var sett á að beiðni íbúa í nágrenninu sem höfðu samband undir nafni Íbúasamtaka Norðlingaholts. Tugir íbúa í Norðlingaholti skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem lögbanninu er mótmælt.

„Hinn sanni jólaandi sýnir sig hér rækilega í verki,“ skrifar Sigrún. „Það heimta allir úrræði fyrir börn í vanda. Fólk tjáir sig og deilir stöðuuppfærslum á samfélagsmiðlum þar sem allir eru svo sammála um mikilvægi þess að hafa tiltæk úrræði, það sé til skammar að við séum að missa börn þessa lands og nánast í hverri viku má lesa minningargreiningar eða dánartilkynningar um ungmenni og ungt fólk sem hefur fallið frá vegna fíknivanda. En svo þegar úrræðið er tiltækt þá sannast hin margkveðna hræsni: NOT IN MY BACKYARD.“

Sigrún segist sjálf hafa misst fjölskyldumeðlim sem glímdi við fíknivanda og að hún hafi ekkert umburðarlyndi gagnvart þröngsýni og fordómum í garð barna. „Við skulum vona að ekkert barn þeirra aðila sem lögðust gegn því að heimilið gæti tekið til starfa muni nokkurn tímann þurfa á sambærilegu úrræði að halda því það verður hvergi velkomið,“ skrifar hún.

Færsla Sigrúnar í heild sinni

Íbúasamtök eru frábær og flottur vettvangur til þess að huga að nærumhverfi þeirra sem í tilteknu hverfi eða svæði búa. Stuðla að framförum, sum sinna jafnvel nágrannavörslu, FB síðurnar er frábær leið til að koma upplýsingum um viðburði á framfæri eða bara hreinlega auglýsa eftir týndum gæludýrum eða fótboltahönskum sem gleymdust úti á vellinum. Stór hverfi þar sem nánast enginn þekkir neinn verður því frekar heimilislegt og allir vilja allt fyrir alla gera…eða hvað?

Hvert erum við eiginlega komin í árslok ársins 2018 þegar að vald og skoðanir tiltekinna einstaklinga og íbúa geta orðið þess valdandi að börnum er úthýst úr viðkomandi hverfi! Við erum ekki að tala um fullorðna einstaklinga sem eru metnir hættulegir sér eða öðrum, við erum ekki að tala um einstaklinga sem haldnir eru barnagirnd eða almennri ofbeldishegðun eða ógn í garð annarra. Við erum að tala um BÖRN!!

Smá fróðleikur til íbúa í öllum hverfum þessa lands:
• Börn eru skilgreind börn til 18 ára aldurs.
• Börn eiga rétt á vernd og öryggi. Við þurfum að tryggja þeim sem hagstæðustu uppeldisskilyrði hverju sinni og tryggja þeim aðgengi að þeim björgum og úrræðum sem þau þurfa á að halda.
• Börn sem þurfa á aðstoð að halda til þess að fóta sig áfram í lífinu eftir fíknivanda, hafa mögulega búið við ömurleg uppeldisskilyrði frá blautu barnsbeini og aðstæður sem fólk getur varla ímyndað sér að sé til staðar á þessu krúttlega landi okkar. Þessi börn eiga skilið sömu tækifæri og öll hin börnin til þess að fóta sig.
• Það er börnum aldrei fyrir bestu að dvelja lengi eða alast upp í stofnanavæddu úrræði. Þau þurfa að alast upp í umhverfi sem er eins líkt heimili í alla staði. Stundum er það ekki hægt en þá er mikilvægt að reyna amk. að útbúa aðstæður sem kallast þeirra heimili til þess að hjálpa þeim að fóta sig í lífinu, ná bata, halda sér edrú og verða virkir samfélagsþegnar þessa lands en fyrst og fremst að þau lifi áfram!
• Á hvaða rökum er þessi ákvörðun tiltekinna einstaklinga byggð? Liggur það fyrir að þessi 2-3 ungmenni sem þarna gætu dvalist og hafa verið EDRÚ í góðan tíma muni murka lífið úr krökkunum í hverfinu, ógna þeim daglega, ræna og rupla eða reyna að fá leikskólabörnin inn á braut fíknisjúkdóma? 
• Hversu margir ofbeldismenn eða konur búa mögulega í næsta húsi við þig og þú hefur ekki hugmynd um það?
• Hversu mörg börn búa við fíknivanda foreldra sinna en út á við í hverfinu er þetta fínasta fólk og enginn segir, veit eða gerir neitt?
• Hversu mörg börn, ungmenni og fullorðið fólk búa nú þegar í þínu hverfi og þjást af einhvers konar geðröskun hversu væg eða alvarleg sem hún er?
• Hversu margir íbúar hafa “lækað” allann þann fjölda minningarsíða sem hafa sprottið upp vegna ungmenna sem hafa fallið frá vegna vímuefnavanda og notkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum sem nú tröllríður öllu?
• Hversu margir aðilar og íbúar þessa lands þekkja sjálf einhvern sem hefur misst barn, ungmenni, ungt fólk, fullorðið fólk eða gamalt fólk úr fíknisjúkdómi?
• Hversu margir íbúar og þegnar þessa lands hafa keypt frábæru flottu bleiku armböndin til styrktar málefnum sem vilja bregðast við ofangreindum vanda fyrir ungmenni þessa lands?

Hinn sanni jólaandi sýnir sig hér rækilega í verki. Það heimta allir úrræði fyrir börn í vanda. Fólk tjáir sig og deilir stöðuuppfærslum á samfélagsmiðlum þar sem allir eru svo sammála um mikilvægi þess að hafa tiltæk úrræði, það sé til skammar að við séum að missa börn þessa lands og nánast í hverri viku má lesa minningargreiningar eða dánartilkynningar um ungmenni og ungt fólk sem hefur fallið frá vegna fíknivanda. En svo þegar úrræðið er tiltækt þá sannast hin margkveðna hræsni:

NOT IN MY BACKYARD.

Setjið ykkur í spor þessara barna. Þau hafa aðgang að samfélagsmiðlum. Þau sjá fréttirnar. Skilaboðin sem samfélagið sendir þeim er einfalt: Þið eruð ekki velkomin/n!!!

Kveðja frá félagsráðgjafa, fyrrum barnaverndarstarfsmanni, móður tveggja barna, aðstandanda sem hefur misst fjölskyldumeðlim sem glímdi við fíknivanda, aðstandanda óvirkra einstaklinga með fíknivanda en fyrst og fremst kveðja frá manneskju sem hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart þröngsýnum hópi fólks sem byggir skoðanir sínar á skort á upplýsingum og gríðarlegum fordómum í garð barna. Við skulum vona að ekkert barn þeirra aðila sem lögðust gegn því að heimilið gæti tekið til starfa muni nokkurn tímann þurfa á sambærilegu úrræði að halda því það verður hvergi velkomið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár