Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ungmennum með fíknivanda hafnað - „Við erum að tala um BÖRN!!“

Fé­lags­ráð­gjafi gagn­rýn­ir Íbúa­sam­tök Norð­linga­holts harð­lega fyr­ir að mót­mæla vistheim­ili fyr­ir ung­menni með fíkni­vanda. „Hinn sanni jóla­andi sýn­ir sig hér ræki­lega í verki.“

Ungmennum með fíknivanda hafnað - „Við erum að tala um BÖRN!!“

Félagsráðgjafi gagnrýnir harðlega lögbann á vistheimili í Norðlingaholti fyrir ungmenni með fíknivanda. Segir hún fólk tjá sig stöðugt um mikilvægi þess að hjálpa fólki með fíknivanda, en úrræðunum sé svo mótmælt þegar þau bjóðast í næsta nágrenni við heimili þeirra.

„Hvert erum við eiginlega komin í árslok ársins 2018 þegar að vald og skoðanir tiltekinna einstaklinga og íbúa geta orðið þess valdandi að börnum er úthýst úr viðkomandi hverfi!“ skrifar Sigrún Þórarinsdóttir félagsráðgjafi á Facebook.

Sýslumaður samþykkti fyrir viku lögbann á vistheimilið, en til stóð að starfsemi þess mundi hefjast á næstu vikum. Lögbannið var sett á að beiðni íbúa í nágrenninu sem höfðu samband undir nafni Íbúasamtaka Norðlingaholts. Tugir íbúa í Norðlingaholti skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem lögbanninu er mótmælt.

„Hinn sanni jólaandi sýnir sig hér rækilega í verki,“ skrifar Sigrún. „Það heimta allir úrræði fyrir börn í vanda. Fólk tjáir sig og deilir stöðuuppfærslum á samfélagsmiðlum þar sem allir eru svo sammála um mikilvægi þess að hafa tiltæk úrræði, það sé til skammar að við séum að missa börn þessa lands og nánast í hverri viku má lesa minningargreiningar eða dánartilkynningar um ungmenni og ungt fólk sem hefur fallið frá vegna fíknivanda. En svo þegar úrræðið er tiltækt þá sannast hin margkveðna hræsni: NOT IN MY BACKYARD.“

Sigrún segist sjálf hafa misst fjölskyldumeðlim sem glímdi við fíknivanda og að hún hafi ekkert umburðarlyndi gagnvart þröngsýni og fordómum í garð barna. „Við skulum vona að ekkert barn þeirra aðila sem lögðust gegn því að heimilið gæti tekið til starfa muni nokkurn tímann þurfa á sambærilegu úrræði að halda því það verður hvergi velkomið,“ skrifar hún.

Færsla Sigrúnar í heild sinni

Íbúasamtök eru frábær og flottur vettvangur til þess að huga að nærumhverfi þeirra sem í tilteknu hverfi eða svæði búa. Stuðla að framförum, sum sinna jafnvel nágrannavörslu, FB síðurnar er frábær leið til að koma upplýsingum um viðburði á framfæri eða bara hreinlega auglýsa eftir týndum gæludýrum eða fótboltahönskum sem gleymdust úti á vellinum. Stór hverfi þar sem nánast enginn þekkir neinn verður því frekar heimilislegt og allir vilja allt fyrir alla gera…eða hvað?

Hvert erum við eiginlega komin í árslok ársins 2018 þegar að vald og skoðanir tiltekinna einstaklinga og íbúa geta orðið þess valdandi að börnum er úthýst úr viðkomandi hverfi! Við erum ekki að tala um fullorðna einstaklinga sem eru metnir hættulegir sér eða öðrum, við erum ekki að tala um einstaklinga sem haldnir eru barnagirnd eða almennri ofbeldishegðun eða ógn í garð annarra. Við erum að tala um BÖRN!!

Smá fróðleikur til íbúa í öllum hverfum þessa lands:
• Börn eru skilgreind börn til 18 ára aldurs.
• Börn eiga rétt á vernd og öryggi. Við þurfum að tryggja þeim sem hagstæðustu uppeldisskilyrði hverju sinni og tryggja þeim aðgengi að þeim björgum og úrræðum sem þau þurfa á að halda.
• Börn sem þurfa á aðstoð að halda til þess að fóta sig áfram í lífinu eftir fíknivanda, hafa mögulega búið við ömurleg uppeldisskilyrði frá blautu barnsbeini og aðstæður sem fólk getur varla ímyndað sér að sé til staðar á þessu krúttlega landi okkar. Þessi börn eiga skilið sömu tækifæri og öll hin börnin til þess að fóta sig.
• Það er börnum aldrei fyrir bestu að dvelja lengi eða alast upp í stofnanavæddu úrræði. Þau þurfa að alast upp í umhverfi sem er eins líkt heimili í alla staði. Stundum er það ekki hægt en þá er mikilvægt að reyna amk. að útbúa aðstæður sem kallast þeirra heimili til þess að hjálpa þeim að fóta sig í lífinu, ná bata, halda sér edrú og verða virkir samfélagsþegnar þessa lands en fyrst og fremst að þau lifi áfram!
• Á hvaða rökum er þessi ákvörðun tiltekinna einstaklinga byggð? Liggur það fyrir að þessi 2-3 ungmenni sem þarna gætu dvalist og hafa verið EDRÚ í góðan tíma muni murka lífið úr krökkunum í hverfinu, ógna þeim daglega, ræna og rupla eða reyna að fá leikskólabörnin inn á braut fíknisjúkdóma? 
• Hversu margir ofbeldismenn eða konur búa mögulega í næsta húsi við þig og þú hefur ekki hugmynd um það?
• Hversu mörg börn búa við fíknivanda foreldra sinna en út á við í hverfinu er þetta fínasta fólk og enginn segir, veit eða gerir neitt?
• Hversu mörg börn, ungmenni og fullorðið fólk búa nú þegar í þínu hverfi og þjást af einhvers konar geðröskun hversu væg eða alvarleg sem hún er?
• Hversu margir íbúar hafa “lækað” allann þann fjölda minningarsíða sem hafa sprottið upp vegna ungmenna sem hafa fallið frá vegna vímuefnavanda og notkunar á lyfseðilsskyldum lyfjum sem nú tröllríður öllu?
• Hversu margir aðilar og íbúar þessa lands þekkja sjálf einhvern sem hefur misst barn, ungmenni, ungt fólk, fullorðið fólk eða gamalt fólk úr fíknisjúkdómi?
• Hversu margir íbúar og þegnar þessa lands hafa keypt frábæru flottu bleiku armböndin til styrktar málefnum sem vilja bregðast við ofangreindum vanda fyrir ungmenni þessa lands?

Hinn sanni jólaandi sýnir sig hér rækilega í verki. Það heimta allir úrræði fyrir börn í vanda. Fólk tjáir sig og deilir stöðuuppfærslum á samfélagsmiðlum þar sem allir eru svo sammála um mikilvægi þess að hafa tiltæk úrræði, það sé til skammar að við séum að missa börn þessa lands og nánast í hverri viku má lesa minningargreiningar eða dánartilkynningar um ungmenni og ungt fólk sem hefur fallið frá vegna fíknivanda. En svo þegar úrræðið er tiltækt þá sannast hin margkveðna hræsni:

NOT IN MY BACKYARD.

Setjið ykkur í spor þessara barna. Þau hafa aðgang að samfélagsmiðlum. Þau sjá fréttirnar. Skilaboðin sem samfélagið sendir þeim er einfalt: Þið eruð ekki velkomin/n!!!

Kveðja frá félagsráðgjafa, fyrrum barnaverndarstarfsmanni, móður tveggja barna, aðstandanda sem hefur misst fjölskyldumeðlim sem glímdi við fíknivanda, aðstandanda óvirkra einstaklinga með fíknivanda en fyrst og fremst kveðja frá manneskju sem hefur ekkert umburðarlyndi gagnvart þröngsýnum hópi fólks sem byggir skoðanir sínar á skort á upplýsingum og gríðarlegum fordómum í garð barna. Við skulum vona að ekkert barn þeirra aðila sem lögðust gegn því að heimilið gæti tekið til starfa muni nokkurn tímann þurfa á sambærilegu úrræði að halda því það verður hvergi velkomið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár