Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

New York Times fjallar um Klaustursmálið: Freyju finnst sárt að þingmennirnir segi ekki af sér

„Þing­menn­irn­ir telja það sem þeir gerðu ekki vera brot,“ seg­ir Freyja Har­alds­dótt­ir við New York Times um Klaust­urs­upp­tök­urn­ar í dag.

New York Times fjallar um Klaustursmálið: Freyju finnst sárt að þingmennirnir segi ekki af sér

Freyja Haraldsdóttir segir í viðtali við bandaríska stórblaðið New York Times að afsökunarbeiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, vegna Klaustursupptakanna sé einskis virði ef orðum fylgja ekki aðgerðir.

„Þingmennirnir telja það sem þeir gerðu ekki vera brot,“ segir Freyja við blaðið. „Það eru skilaboðin sem þeir senda með því að segja ekki af sér. Og það er jafn sárt og ummælin sjálf.“

Á upptökunum heyrast þingmennirnir gera grín að Freyju á óvæginn hátt. Hefur hún áður sagt að ummælin teljist til hatursorðræðu.

„Líkami minn hefur verið á allra vörum undanfarna daga og mér finnst það mjög óþægilegt,“ segir hún. „Ég velti fyrir mér hvaða áhrif þetta mun hafa á mig og annað fatlað fólk, eins og fötluð börn.“

New York Times fjallar í dag um Klaustursupptökurnar og uppnám í íslenskum stjórnmálum í kjölfar þeirra. Fjallað er um orðspor Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns Miðflokksins, sem baráttumanns fyrir kvenréttindum. Hann hafi gert grín að MeToo hreyfingunni á upptökunum og hlegið að ásökunum um heimilisofbeldi gagnvart fyrrverandi þingmanni. 

Áður hafa BBC og norska og sænska ríkissjónvarpið fjallað um framgöngu þingmannanna sex á Klaustri og viðbrögðin á Íslandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár