Arion banki, viðskiptabanki flugfélagsins WOW air, sem róið hefur lífróður síðustu mánuði, þinglýsti nýju 2,9 milljóna evra, 375 milljóna króna, tryggingabréfi á fasteignir í eigu Skúla Mogensen, eiganda WOW, í lok september síðastliðnum. Tryggingabréfinu var bæði þinglýst á eignir sem tengjast rekstri WOW air með óbeinum hætti, á hótel á Suðurnesjum sem félagið TF-KEF ehf. á, og eins á fasteignir í Hvammsvík í Hvalfirði sem Skúli Mogensen á í gegnum félagið Kotasælu ehf. Tryggingabréfið á hótelinu á Suðurnesjum er á þriðja veðrétti á eftir tveimur tryggingabréfum frá Arion upp á samtals 650 milljónir króna sem hvíla á fyrsta og öðrum veðrétti á því.
Arion banki þinglýsti einnig nýju tryggingabréfi upp á 2,77 milljónir evra, 358 milljónir króna, á heimili Skúla á Seltjarnarnesi sama dag. Engin veðbönd hvíldu á húsinu fyrir þetta. Skúla lá því svo mikið á að fá peninga á þessum tíma að hann veðsetti meira að segja sitt …
Athugasemdir