Hver kemst á spjöld sögunnar og hver ekki? Þegar ég hóf háskólanám í sagnfræði fyrir tuttugu árum taldi ég svarið augljóst. Jú, sagnfræðingar. Þeir ákveða hvað telst merkilegt og hvað telst ekki merkilegt í fortíðinni; þeir eru dyraverðir sögunnar og ráða hver kemst inn og hver dúsir úti. Mér varð þó fljótt ljóst að sagnfræðingar eru ekki jafnvaldamiklir og ætla mætti.
Undanfarið hef ég unnið að því að koma allri Íslandssögunni fyrir í handhægri bók í máli og myndum fyrir börn og unglinga. Úr varð ritið Sjúklega súr saga sem kom út nú fyrir jólin. Starf dyravarðarins er vandasamt. Þegar segja þarf þúsund ára sögu þjóðar á áttatíu blaðsíðum eru þeir margir mennirnir og atburðirnir sem ekki komast inn. Ein er þó sú fjarvera sem ekki var valkvæð.
Fyrir fimmtán árum skrifaði ég lokaritgerð í sagnfræði um Jón Leifs, eitt fremsta tónskáld okkar Íslendinga. Við ritgerðarsmíðina vakti áhuga minn saga …
Athugasemdir