Starfsmönnum bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland er gert að setja upp sérstakt forrit á tölvum sínum sem gerir yfirmönnum kleift að fylgjast náið með því sem þeir gera í tölvum sínum á vinnutíma. Óánægju gætir á meðal starfsmanna sem eru leiðir á því að vera undir stanslausu eftirliti. Forritið, sem ber heitið Time Doctor, skrásetur til dæmis hvaða heimasíður starfsmenn heimsækja og hversu lengi þeir dvelja á hverri þeirra. Þá pípar það ef starfsmaður hefur verið aðgerðarlaus of lengi. Yfirmenn geta hvenær sem er kallað fram yfirlit yfir vinnuframlag einstakra starfsmanna.
Alþýðusamband Íslands hefur bent á að rafræn vöktun til að mæla afköst starfsfólks sé eingöngu heimil í undantekningartilfellum, eins og þegar ekki er unnt að haga verkstjórn á tilteknu svæði með öðrum hætti, eða þegar ekki er hægt að tryggja öryggi á …
Athugasemdir