Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Næring fyrir aðventuandann

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 7.–20. des­em­ber.

Næring fyrir aðventuandann

Á hverju ári sprettur upp ógrynni af fjölskylduvænum viðburðum í kringum hátíðarnar, allt frá jólamörkuðum til jólatónleika. Því mælum við á Stundinni sérstaklega með því að lesendur líti við á Ingólfstorgi þar sem auk jólabása er hægt að kíkja á skautasvell í boði Nova alla daga til jóla. Einnig hefur árlegi jólamarkaðurinn í Heiðmörk og Jólaþorpið í Hafnarfirði snúið aftur, en þau eru bæði opin allar helgar til jóla.

Hatari, Andrea Jónsdóttir

Hvar? Dillon
Hvenær? 7. desember kl. 22.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Í aðdraganda fögnuðar sameiningartákns allra Íslendinga, neysluhyggjunnar, eru til fáar hljómsveitir sem fanga stemninguna jafn vel og Hatari. Þessi gjörningasveit afhjúpar botnlausa tómhyggju samfélagsins og hræsni ráðamanna okkar með tilþrifamiklum og rafmögnuðum pönktónum sem eru fluttir af þrímenningum í fasista-BDSM-búningum. Andrea Jónsdóttir þeytir skífum að loknum tónleikunum.

Jóla Drag-Súgur

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 7. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Dragdrottningarnar (og konungarnir) í kabaretthópnum Drag-Súgur fagna jólunum snemma með sérstakri sýningu þar sem þemað er ljótar jólapeysur. Búast má við gríni og glensi, metnaðarfullum tilþrifum sem RPDR mætti taka sér til fyrirmyndar, og gordjöss dans- og söngatriðum.

Jólin tala tungum: Filippeyskt jólaföndur og leiðsögn

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 8. desember kl. 13.00–15.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Haldin verður sérstök fjölskylduleiðsögn á sýningu Kjarvals, … lífgjafi stórra vona, bæði á íslensku og filippeysku. Að henni lokinni er gestum boðið upp á jólasmiðju fyrir fjölskyldur með filippseysku jólaföndri. Eftir smiðjuna mun Múltíkúltíkórinn – fjölþjóðlegur sönghópur kvenna syngja jólalög á nokkrum tungumálum, þar á meðal filippeysku og íslensku. Börn og fullorðnir eru hvattir til að taka þátt í söngnum.

Jólaföndur: Gamalt verður nýtt

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 8. desember kl. 13.00–15.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Fyrir nokkrum árum vaknaði áhugi Málfríðar Finnbogadóttur á því að vinna úr afskrifuðu efni sem féll til frá bókasafni og úr varð sýning sem fór víða um land. Nú býr hún gjarnan til jólaskraut úr afskrifuðu efni og kennir gestum Norræna húsins hvernig má gera slíkt þennan dag. Viðburðurinn er opinn öllum frá 7 ára aldri.

Elísabet Brynhildardóttir & Selma Hreggviðsdóttir: Desiring Solid Things

Hvar? Kling & Bang
Hvenær? 8. des.–20. jan.
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á sýningunni beina listamennirnir sjónum að þránni, lönguninni og þeim flóknu tilfinningum sem manneskjan hefur til hlutarins og efnisins. Elísabet og Selma hafa um langt skeið unnið saman bæði að sýningum, útgáfum og öðrum myndlistartengdum verkefnum. Sérstakt opnunarhóf verður haldið 8. des kl. 17.00.

dj. flugvél og geimskip

Hvar? Mengi
Hvenær? 8. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Dj. flugvél og geimskip er hliðarsjálf listakonunnar Steinunnar Eldflaugar, en í því hlutverki flytur Steinunn lög um töfróttan raunveruleika þar sem viti bornar skepnur eiga flókið tilfinningalíf. Bæði hinn ytri geimur og hafsbotn færast nær í lögum hennar, en þar að auki mætast fjarlæg fortíð og furðuleg framtíð á tónleikum hennar.

Ævintýrið um Augastein

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 9.–23. desember
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Þetta jólaævintýri fyrir alla fjölskylduna hefur verið sýnt reglulega í kringum aðventuna, en leikritið byggir á sögunum um sveinstaulana þrettán, syni Grýlu og Leppalúða. Nú eru það jólasveinarnir sem reyna að bjarga drengnum Augasteini úr klóm Grýlu og jólakattarins áður en jólin ganga í garð.

Svartir Sunnudagar: Koyaanisqatsi

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 9. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Koyaanisqatsi er fyrsta myndin í qatsi-þríleik hans Godfrey Reggio, en hún er mynd án söguþráðar og tals sem samanstendur af myndskeiðum sem sýna hraða nútímasamfélagsins, fjöldaframleiðsluna, mengunina og eyðileggingu náttúrunnar sem neysla mannsins hefur skapað. Draumkennda tónlist Philip Glass leiðir áhorfendur í gegnum þessi mögnuðu en oft átakanlegu myndskeið.

D35 Leifur Ýmir Eyjólfsson: Handrit

Hvar? Hafnarhús
Hvenær? Til 27. janúar
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Leifur Ýmir setur fram handrit sem er handskrifað og innbrennt á rúmlega 250 leirplötur sem stillt er upp um alla sýningarveggi rýmisins. Á hverri plötu standa einfaldar setningar eða orð, en Leifur hefur sérstakt dálæti á því sem kemur dags daglega fyrir í samskiptum á milli fólks án þess að því fylgi sérstök merking. 

Útgáfutónleikar Röggu Holm

Hvar? Húrra
Hvenær? 12. desember
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Ragga Holm varð fyrst þjóðþekkt þegar hún gekk til liðs við Reykjavíkurdætur og rappaði við lagið „Reppa heiminn“. Síðan þá hefur hún komið víða við, en hún gaf nýverið út plötuna Bipolar sem Ragga segir að sé samin í geðhvörfum og rokkar á milli oflætis, þunglyndis og ástarsorgar. Platan er tilnefnd til Kraumverðlauna.

Prins Jóló

Hvar? Gamla bíó
Hvenær? 15. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.990 kr.

Á þessum sérstöku jólatónleikum umbreytist Prins Póló í Prins Jóló er hann kemur fram með hljómsveit og góðkunningjum sínum. Saman ætla þau að leika skástu lög Prinsins í hátíðlegum útgáfum og dusta rykið af nokkrum þolanlegum jólalögum úr eigin smiðju.

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Hvar? Harpa
Hvenær? 15. & 16. desember kl. 14.00 & 16.00
Aðgangseyrir: Frá 2.700 kr.

Á þessum hátíðlegu fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður skyggnst inn í íslensku baðstofuna þar sem gömlu jólasveinarnir og jólakötturinn hafa hreiðrað um sig. Einnig verður jólatónlist Jórunnar Viðar í forgrunni en tónskáldið hefði fagnað 100 ára afmæli á þessu ári.

Ólafur Arnalds

Hvar? Harpa
Hvenær? 18. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 8.990 kr.

Ólafur gaf nýverið út plötuna re:member sem hefur víðs vegar hlotið lof, en Ólafur er meðal fremstu nýklassísku tónskáldum Norðurlanda og var eitt af aðalatriðum Airwaves-hátíðarinnar í ár. Á tónleikunum, sem eru fyrstu tónleikar Ólafs á Íslandi í þrjú ár, kemur listamaðurinn fram með mennskri hljómsveit og tveimur sjálfspilandi píanóum.

Umbra: Sólhvörf

Hvar? Háteigskirkja
Hvenær? 20. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Umbra hefur nú um árabil sérhæft sig í flutningi fornrar og nýrrar tónlistar og í þeirri list að vekja forn þjóðlög eða gleymda lagboða til lífsins. Hópurinn mun halda árlega jólatónleika sína í Laugarneskirkju, en á efnisskránni verða meðal annars sjaldheyrð jólalög frá miðöldum, íslensk og erlend, og eru öll lög í útsetningum Umbru. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár