Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Anna Kolbrún segir ekki af sér

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­kona Mið­flokks­ins, mun ekki segja af sér eft­ir op­in­ber­un Klaust­urs­upp­tak­anna. Mið­flokk­ur­inn myndi þurrk­ast út af þingi sam­kvæmt skoð­ana­könn­un.

Anna Kolbrún segir ekki af sér

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst ekki segja af sér í kjölfar Klaustursupptakanna. Þetta staðfestir hún í samtali við Morgunblaðið.

„Ég geri mér grein fyr­ir því að ég lét þetta viðgang­ast,“ segir Anna. „En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyr­ir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukkn­ir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru al­veg ótrú­lega mörg „Ég hefði“.“

Anna náðist á upptöku ásamt þremur flokksbræðrum sínum og tveimur þingmönnum Flokks fólksins á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn. Orðaskiptin voru mjög hávær og áttu sér stað í vitna viðurvist.

Í viðtali við RÚV á fimmtudag sagðist Anna Kolbrún ekki eiga sér málsbætur. „Ég ætla að hugsa mjög vel mína stöðu,“ sagði hún.

Á upptökunum má heyra Önnu Kolbrúnu taka þátt í að gera grín að Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingkonu, vegna fötlunar hennar. Þá tekur hún undir gagnrýni á Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en er sú eina viðstödd sem grípur til varnar þegar hinir þingmennirnir gera lítið úr kvenkyns þingmönnum.

Í viðtalinu við Morgunblaðið seg­ist hún aldrei hafa grátið jafn­mikið á æv­inni og und­an­farna daga og hafi meðal annars brostið í grát á fundi formanna þing­flokk­anna í gær. „En ég er hætt að vera hrædd við að gráta. Það er alltaf ætl­ast til þess að fólk fari allt á hnef­an­um og sýni hvorki til­finn­ing­ar né veik­leika­merki. Af hverju má ekki sýna til­finn­ing­ar?“

Miðflokkurinn þurrkist af þingi

Fréttablaðið birti í dag könnun Zenter rannsókna um fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt henni fengi Miðflokkurinn 4,3% fylgi og næði ekki manni á þing. Yrði það rúmlega þriðjungur kjörfylgis flokksins. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 21,4% og Samfylkingin fast á hæla hans með 20,8%. Píratar mælast þriðji stærsti flokkurinn með 14,4% og Vinstri græn þar á eftir með 12,7%.

Þá mælist Viðreisn með 9,1%, Framsóknarflokkurinn með 8,5% og Flokkur fólksins með 5,7%.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár