Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Anna Kolbrún segir ekki af sér

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þing­kona Mið­flokks­ins, mun ekki segja af sér eft­ir op­in­ber­un Klaust­urs­upp­tak­anna. Mið­flokk­ur­inn myndi þurrk­ast út af þingi sam­kvæmt skoð­ana­könn­un.

Anna Kolbrún segir ekki af sér

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst ekki segja af sér í kjölfar Klaustursupptakanna. Þetta staðfestir hún í samtali við Morgunblaðið.

„Ég geri mér grein fyr­ir því að ég lét þetta viðgang­ast,“ segir Anna. „En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyr­ir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukkn­ir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru al­veg ótrú­lega mörg „Ég hefði“.“

Anna náðist á upptöku ásamt þremur flokksbræðrum sínum og tveimur þingmönnum Flokks fólksins á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn. Orðaskiptin voru mjög hávær og áttu sér stað í vitna viðurvist.

Í viðtali við RÚV á fimmtudag sagðist Anna Kolbrún ekki eiga sér málsbætur. „Ég ætla að hugsa mjög vel mína stöðu,“ sagði hún.

Á upptökunum má heyra Önnu Kolbrúnu taka þátt í að gera grín að Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingkonu, vegna fötlunar hennar. Þá tekur hún undir gagnrýni á Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, en er sú eina viðstödd sem grípur til varnar þegar hinir þingmennirnir gera lítið úr kvenkyns þingmönnum.

Í viðtalinu við Morgunblaðið seg­ist hún aldrei hafa grátið jafn­mikið á æv­inni og und­an­farna daga og hafi meðal annars brostið í grát á fundi formanna þing­flokk­anna í gær. „En ég er hætt að vera hrædd við að gráta. Það er alltaf ætl­ast til þess að fólk fari allt á hnef­an­um og sýni hvorki til­finn­ing­ar né veik­leika­merki. Af hverju má ekki sýna til­finn­ing­ar?“

Miðflokkurinn þurrkist af þingi

Fréttablaðið birti í dag könnun Zenter rannsókna um fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt henni fengi Miðflokkurinn 4,3% fylgi og næði ekki manni á þing. Yrði það rúmlega þriðjungur kjörfylgis flokksins. Könnunin var framkvæmd 3.-4. desember, eftir að upptökurnar voru gerðar opinberar.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur með 21,4% og Samfylkingin fast á hæla hans með 20,8%. Píratar mælast þriðji stærsti flokkurinn með 14,4% og Vinstri græn þar á eftir með 12,7%.

Þá mælist Viðreisn með 9,1%, Framsóknarflokkurinn með 8,5% og Flokkur fólksins með 5,7%.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu