Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Varaþingmaður Miðflokksins segir samning S.Þ. „aðför að hinum frjálsa, vestræna heimi“

Jón Þór Þor­valds­son, vara­þing­mað­ur Berg­þórs Óla­son­ar, seg­ir að samn­ing­ur Sam­ein­uðu þjóð­anna um flótta­fólk og inn­flytj­end­ur myndi fram­selja full­veldi ís­lensku þjóð­ar­inn­ar.

Varaþingmaður Miðflokksins segir samning S.Þ. „aðför að hinum frjálsa, vestræna heimi“
Óttast um hinn frjálsa, vestræna heim Varaþingmaður Bergþórs Ólasonar í Miðflokknum óttast að samþykki Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur sé verið að framselja fullveldi þjóðarinnar.

Varaþingmaðurinn Jón Þór Þorvaldsson, sem kom inn á Alþingi í gær í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins sem farinn er í ótímabundið frí vegna Klaustursupptakanna, segir samning Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk og innflytjendur, sem til stendur að samþykkja á fundi í Marrakech í Marokkó í næstu viku vera aðför að hinum vestræna heimi.

Jón Þór lýsti þessari skoðun sinni í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Um er að ræða samning sem nefnist  Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration upp á ensku. Samningurinn er milliríkjasamningur sem er unninn undir forystu Sameinuðu þjóðanna og á að snerta allar hliðar fólksflutninga í heiminum á heildrænan hátt. Samningurinn verður hins vegar ekki bindandi samkvæmt alþjóðalögum.

Að mati Jóns Þórs myndi yfirgnæfandi meirihluti íslenskur þjóðarinnar setja spurningamerki við samninginn ef tækifæri gæfist til að taka afstöðu til hans. Landamæri Íslands myndu við samþykkt hans þannig opnast  fyrir nánast öllum íbúum jarðar sem kjósa að flytja hingað burt séð frá stöðu, sagði Jón Þór. Við lestur á yfirliti samningsins og annarra heimilda er ekki augljóst hvað styður við þær yfirlýsingar Jóns Þórs.

Jón Þór sagði að fljótt á litið mætti ætla að um mannúðarmál væri að ræða en fulltrúar þjóða sem kynnt hefðu sér samninginn „segja hann aðför að hinum frjálsa vestræna heimi því að í samningnum felst að þeir sem hann undirrita skuli innleiða lög í heimalandi sínu sem uppfylla það sem í samningnum felst, m.a. að tjáning gegn því sem í samningnum felst skuli flokkast undir hatursorðræðu og að viðurlög verði að loka megi fjölmiðlum sem gerast sekir um að taka þátt í slíkri umræðu.“ Með því væri verið að framselja fullveldi þjóðarinnar að mati Jóns Þórs.

Athygli vekur að fyrrihluti ræðu Jóns Þórs var nálega orðrétt hinn sami og upphaf bloggpistils Valdimars H. Jóhannesssonar, fyrrverandi blaðamanns auk annars, frá því síðastliðinn sunnudag. Þar að auki sótti Jón Þór talsverða hluta af seinni helmingi ræðu sinnar í umræddan bloggpistil. Valdimar er stjórnarformaður félagasamtakanna Tjáningarfrelsisins, sem árið 2016 sendu hátt í eitt þúsund manns bókina „Þjóðarplágan íslam“, þar á meðal til allra þáverandi þingmanna. Í viðtali af því tilefni lýsti Valdimar því meðal annars yfir að íslam væri sambærilegt nasisma. „Við erum ekki í stríði við múslima, við erum í stríði við íslam,“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
3
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár