Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Steingrímur J. segir Önnu Kolbrúnu ekki hafa logið um menntun og störf

For­seti Al­þing­is seg­ir að Anna Kol­brún hafi ekki sagst vera þroska­þjálfi held­ur bara að hún hefði starf­að sem slík­ur. Slíkt er með öllu óheim­ilt. Þá sagði Stein­grím­ur að við skrif­stofu Al­þing­is væri að sak­ast vegna óná­kvæmni í skrán­ingu.

Steingrímur J. segir Önnu Kolbrúnu ekki hafa logið um menntun og störf
Þungt yfir Mjög þungt var yfir Önnu Kolbrúnu á Alþingi í dag þegar Steingrímur J. Sigfússon þingforseti lýsti því að hún hefði ekki logið til um menntun og störf sín. Mynd: Pressphotos

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, hóf þingfund í dag á því að lýsa því yfir að í ljósi fjölmiðlaumfjöllunnar hefði ævi- og starfsferilsskráning Önnu Kolbrúnar Árnadóttur verið könnuð. Niðurstaða þeirrar skoðunar væri að Anna Kolbrún hefði gefið réttar upplýsingar um menntun sína og störf. Þetta er í ósamræmi við upplýsingar sem fram hafa komið í fjölmiðlum, meðal annars í Stundinni.

Steingrímur lýsti því að því hefði verið haldið fram að Anna Kolbrún hefði ranglega titlað sig þroskaþjálfa. Svo hefði ekki verið, það væri ljóst þegar yfirlit yfir menntun hennar á vef Alþingis væri skoðað. „Háttvirtur þingmaður hefur hins vegar starfað sem þroskaþjálfi,“ sagði Steingrímur. Þroskaþjálfi er lögverndað starfsheiti og enginn hefur heimild til að starfa sem slíkur án þess að hafa til þess menntun. Því er ljóst að Anna Kolbrún hefur annað hvort villt á sér heimildir hvað varðar menntun hennar eða starfað án heimildar sem þroskaþjálfi.

Þá nefndi Steingrímur einnig að Anna Kolbrún hefði verið vænd um að hafa haldið því ranglega fram að hún hafi verið ritstjóri Glæða, fagtímarits sérkennarar. Steingrímur sagði að það hefði Anna Kolbrún ekki skráð inn sjálf heldur hefði innskráning skrifstofu Alþingis mátt vera skýrari hvað það atriði varðar. „Réttara hefði verið að skrá að háttvirtur þingmaður hefði verið í ritstjórn, en það er ekki við háttvirtan þingmann að sakast,“ sagði Steingrímur.

Samkvæmt samtölum Stundarinnar við þingmenn var afar þungt yfir Önnu Kolbrúnu, sem sat í þingsal þegar Steingrímur flutti yfirlýsinguna. Mun hún hafa grátið á meðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
4
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár