Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Boða til málþingsins „Minna hot í ár“

Stjórn­mála­menn munu ræða Klaust­urs­upp­tök­urn­ar og kven­fyr­ir­litn­ingu í stjórn­mál­um á opnu mál­þingi á morg­un. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, ein stjórn­mála­kvenn­anna sem rætt var um á upp­tök­un­um, sit­ur í pall­borði.

Boða til málþingsins „Minna hot í ár“

Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Kvenréttindafélag Íslands hafa boðað til málþings um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu á morgun. Ber málþingið yfirskriftina „„Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“.

Fjallað verður um „hæfni feðraveldisins til þess að laga sig að nýjum tímum, birtingarmyndir kynjafordóma, fötlunarfyrirlitningu og hatursorðræðu stjórnmálamanna“ og spurt „hvort feðraveldið sé að bregðast við #metoo-byltingunni og hvort enn sé litið á konur sem aðskotahlut í stjórnmálum“, samkvæmt tilkynningu.

Dagskráin fer fram í Veröld - húsi Vigdísar, miðvikudaginn 5. desember frá klukkan 11:30 til 13:15. Málþingið hefst með röð fræðilegra ör-erinda og að þeim loknum munu stjórnmálamenn fjalla um málin í pallborði. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Til máls munu taka Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, Þorsteinn Víglundsson, alþingmaður og fyrrverandi jafnréttisráðherra, Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Silja Dögg er ein þeirra kvenna sem heyra mátti rætt um á Klaustursupptökunum svokölluðu.

Málþinginu verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu RIKK.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár