Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Boða til málþingsins „Minna hot í ár“

Stjórn­mála­menn munu ræða Klaust­urs­upp­tök­urn­ar og kven­fyr­ir­litn­ingu í stjórn­mál­um á opnu mál­þingi á morg­un. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, ein stjórn­mála­kvenn­anna sem rætt var um á upp­tök­un­um, sit­ur í pall­borði.

Boða til málþingsins „Minna hot í ár“

Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Kvenréttindafélag Íslands hafa boðað til málþings um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu á morgun. Ber málþingið yfirskriftina „„Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“.

Fjallað verður um „hæfni feðraveldisins til þess að laga sig að nýjum tímum, birtingarmyndir kynjafordóma, fötlunarfyrirlitningu og hatursorðræðu stjórnmálamanna“ og spurt „hvort feðraveldið sé að bregðast við #metoo-byltingunni og hvort enn sé litið á konur sem aðskotahlut í stjórnmálum“, samkvæmt tilkynningu.

Dagskráin fer fram í Veröld - húsi Vigdísar, miðvikudaginn 5. desember frá klukkan 11:30 til 13:15. Málþingið hefst með röð fræðilegra ör-erinda og að þeim loknum munu stjórnmálamenn fjalla um málin í pallborði. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Til máls munu taka Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, Þorsteinn Víglundsson, alþingmaður og fyrrverandi jafnréttisráðherra, Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Silja Dögg er ein þeirra kvenna sem heyra mátti rætt um á Klaustursupptökunum svokölluðu.

Málþinginu verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu RIKK.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár