Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Boða til málþingsins „Minna hot í ár“

Stjórn­mála­menn munu ræða Klaust­urs­upp­tök­urn­ar og kven­fyr­ir­litn­ingu í stjórn­mál­um á opnu mál­þingi á morg­un. Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, ein stjórn­mála­kvenn­anna sem rætt var um á upp­tök­un­um, sit­ur í pall­borði.

Boða til málþingsins „Minna hot í ár“

Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) og Kvenréttindafélag Íslands hafa boðað til málþings um kvenfyrirlitningu, þöggun og tvískinnung í íslenskri stjórnmálaorðræðu á morgun. Ber málþingið yfirskriftina „„Minna hot í ár“. Stjórnmálaorðræða á Íslandi, annó 2018“.

Fjallað verður um „hæfni feðraveldisins til þess að laga sig að nýjum tímum, birtingarmyndir kynjafordóma, fötlunarfyrirlitningu og hatursorðræðu stjórnmálamanna“ og spurt „hvort feðraveldið sé að bregðast við #metoo-byltingunni og hvort enn sé litið á konur sem aðskotahlut í stjórnmálum“, samkvæmt tilkynningu.

Dagskráin fer fram í Veröld - húsi Vigdísar, miðvikudaginn 5. desember frá klukkan 11:30 til 13:15. Málþingið hefst með röð fræðilegra ör-erinda og að þeim loknum munu stjórnmálamenn fjalla um málin í pallborði. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.

Til máls munu taka Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, Þorsteinn Víglundsson, alþingmaður og fyrrverandi jafnréttisráðherra, Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis, Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.

Silja Dögg er ein þeirra kvenna sem heyra mátti rætt um á Klaustursupptökunum svokölluðu.

Málþinginu verður streymt í beinni útsendingu á Facebook-síðu RIKK.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár