Eitt þeirra fimmtíu barna sem gengu til bókamessu í Hörpu á dögunum, með tuskudýr undir hendinni, var hinn fjögurra ára Baltasar Bragi Markússon. Með honum í för var Scooby-Doo-bangsinn hans. „Pabbi keypti hann handa mér og Úlfi bróður mínum,“ sagði hann, spurður að því hvar hann hefði fengið þennan stóra og flotta bangsa. Hann var ánægður með myndina sem Linda Ólafsdóttir teiknari gerði af bangsanum. „Hún er kúl. Ég leyfði Úlfi að eiga hana með mér og við ætlum að hafa hana inni í herbergi hjá okkur, því við erum að gera Scooby-Doo-herbergi.“
„Við erum að gera Scooby-Doo-herbergi.“
Pabbi þeirra, Markús Efraím, útskýrir að þeir feðgarnir deili áhuga á hrollvekjum, skrímslum og draugum, svo hann sé alltaf að leita að viðeigandi efni sem viðhaldi áhuganum. Fyrir vikið hafi bræðurnir drukkið í sig Scooby-Doo alla ævi …
Athugasemdir