Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

BBC fjallar um „klámfengið karlrembuspjall“ íslenskra þingmanna

Ís­land rat­ar enn og aft­ur í er­lenda fjöl­miðla vegna vand­ræða­legra hneykslis­mála stjórn­mála­manna.

BBC fjallar um „klámfengið karlrembuspjall“ íslenskra þingmanna

F

réttavefur BBC fjallar um Klaustursmálið í dag og greinir frá því hvernig íslenskir þingmenn kölluðu konur tíkur, töluðu niður til þeirra með kynferðislegum vísunum og hæddust að þekktri baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra.

Áður hafa norskir og sænskir miðlar fjallað um málið sem þykir hið sérkennilegasta. 

„Sagt er að á upptökunni megi heyra einn úr hópnum hæðast að fötlun Freyju Haraldsdóttur með því að herma eftir sel,“ segir í frétt BBC, en fréttaveitan tekur fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi hljóðið koma frá stól sem sé verið að færa, ekki frá manni. 

BBC rifjar upp að Sigmundur Davíð hafi komist í hann krappann og þurft að segja af sér eftir að fluttar voru fréttir upp úr Panamaskjölunum í apríl 2016. 

Haft er eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur, forsvarskonu Þroskahjálpar, að samstarfsmenn hennar og fatlaðir Íslendingar séu í áfalli eftir fréttaflutning undanfarinna daga. „Allir þingmennirnir sem þarna sátu ættu að segja af sér þingmennsku,“ segir hún. 

Hún bendir á að örorkubætur á Íslandi séu lægri en atvinnuleysisbætur. „Nú veltum við því fyrir okkur hvort það sé vegna viðhorfa þingmanna. Við treystum ekki þessu fólki. Þetta er ófyrirgefanlegt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár