Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðna ofbýður sjálfsupphafningin og virðingarleysið - til marks um „undirliggjandi vanda“

For­seti Ís­lands tel­ur að hegð­un og orð­færi þing­manna sem fund­uðu á Klaust­ur bar, og fóru ófögr­um orð­um um aðra stjórn­mála­menn, sér­stak­lega kon­ur, sé til marks um und­ir­liggj­andi vanda.

Guðna ofbýður sjálfsupphafningin og virðingarleysið - til marks um „undirliggjandi vanda“
Forseti Íslands Vonast til að þingmennirnir sjái hvað þeir hafa gert. Mynd: Pressphotos

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segist vonast til þess að þau þingmanna sem sýndu af sér virðingarleysi, sjálfsupphafningu og ógeðfellt orðfæri, finni hjá sjálfum sér hvað þau hafa gert og bregðist við því. Hann telur undirliggjandi vanda hafa komið fram í hegðun þeirra.

Guðni ræddi meðal annars mál sex þingmanna, sem notuðu orð eins og „helvítis tík“, „kunta“ og fleira í umræðum um stjórnmálakonur, í viðtali í Silfrinu sem sýnt var fyrir skemmstu. 

„Auðvitað ofbauð mér eins og öllu fólki sem á þetta hlustaði. Orðfærið, virðingarleysið, sjálfsupphafningin. Þetta er ekki leiðin til þess að auka traust manna á Alþingi, að viðhafa svona orðfæri sem er til merkis um einhvern undirliggjandi vanda. Manni ofbauð. Það er ekkert flóknara en það.“

Spurður hvernig hægt væri að endurreisa traust á stjórnmálum sagði Guðni: „Ekki búum við í þannig samfélagi að sá eða sú sem þessu embætti gegnir, segi þingmönnum fyrir verkum, ráði þá eða reki. Allt það er í valdi kjósenda. Og svo er samviskan það vald sem frjálsir menn hlíða. Þetta er eitt af okkar eilífðarverkefnum. Daginn út og daginn inn, að hugsa um það, hvernig við getum orðið að liði. Hvernig við getum sagt við okkur sjálf, að morgni dags, nú ætla ég að standa mig í vinnunni. Og svo að kvöldi, þetta var nú góður dagur. Sérstaklega fyrir okkur sem erum í þjóðkjörnum stöðum. En ég held að það yrði ekki til framdráttar góuðum málstað ef ég færi að setja mig á afskaplega háan stall hérna og segja öðrum til syndanna, en um leið leyfir maður sér að vona að fólk finni hjá sjálfu sér, hvað það hefur gert, og hvernig því ber að bregðast við.“

Tveir í leyfi - tveir reknir

Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, eru komnir í tímabundið leyfi vegna málsins, en báðir viðhöfðu þeir niðrandi ummæli um þingkonur. Tveir þingmenn Flokks fólksins, sem tóku þátt í fundinum, hafa verið reknir úr Flokki fólksins. Annar þeirra, Karl Gauti Hjaltason, sagði meðal annars um formann flokksins, Ingu Sæland, að hún gæti „grenjað en ekki stjórnað“. 

Gunnar Bragi sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gær að fólk ætti að líta í eigin barm áður en það dæmdi hann. „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum,“ sagði hann og vitnað þar með í Jesús Krist. Á upptökum af umræðum þingmannanna heyrist Gunnar Bragi skora á þá að „hjóla í helvítis tíkina“, og á þar við um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, en sessunautur hans, Bergþór Ólason, tekur undir með orðunum: „Þú getur riðið henni“. Áður hafði Bergþór hneykslast á því að hafa ekki fengið kynferðislegum vilja framgengt gagnvart henni. „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða. Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur.“

Í kjölfar þess sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: „Það er alveg rétt hjá þér. Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“

Hvorki Sigmundur Davíð né Anna Kolbrún Árnadóttir, sem var þátttakandi í umræðunum hluta tímans, hafa gefið út hvort þau muni bregðast við. Sigmundur hefur sagst sjá eftir því að hafa ekki stöðvað umræðurnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár