Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Samtalið á Klaustri verður leiklesið í kvöld

Borg­ar­leik­hús­ið í sam­starfi við Stund­ina set­ur upp leik­lest­ur á sam­tali þing­manna á hót­el­barn­um Klaust­ur.

Samtalið á Klaustri verður leiklesið í kvöld

Samtal sex þingmanna Miðflokksins og úr Flokki fólksins, sem tekið var upp á Klaustri þriðjudagskvöldið 20. nóvember verður leiklesið í kvöld. Borgarleikhúsið stendur fyrir leiklestrinum í samvinnu við Stundina.

Lítilsvirðandi ummæli

Upptökum af samræðum þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Bergþórs Ólasonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, sem og Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar, þar sem þau sátu að drykkju á meðan þingið var enn að störfum var komið til Stundarinnar, DV og Kvennablaðsins, sem hafa greint frá lítilsvirðandi ummælum þingmanna um nafngreindar stjórnmálakonur, samkynhneigða og fatlaða, um leið og þeir mærðu hvern annan og státuðu sig af því að hafa misbeitt valdi sínu við skipan sendiherra.

Ummælin hafa dregið dilk á eftir sér, tveir þingmenn voru reknir úr Flokki fólksins vegna framgöngu sinnar og tveir þingmanna Miðflokksins eru nú komnir í leyfi. Hópur þingmanna hefur vísað málinu til forsætisnefndar Alþingis og óskað eftir því að siðanefnd Alþingis taki það fyrir. Þá hefur fjöldi þingmanna fordæmt ummælin. Á meðan nokkrar konur sem þarna voru teknar fyrir hafa svarað þessum málflutningi með harðorðum yfirlýsingum hafa aðrar sagt að þeim sem höfðu þig þarna í frammi sé ekki stætt að sitja áfram á Alþingi. 

Konur í hlutverki karla

Í dag klukkan 20:30 verður hluti samtalsins leiklesinn í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Þar munu fimm konur vera í hlutverkum þingmanna, þær Brynhildur Guðjónsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Þórunn Arna Kristjánsdóttir, en Hilmar Guðjónsson verður eini karlinn á sviðinu.

Í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu segir: „Eitt af meginhlutverkum leikhússins er að varpa ljósi á málefni líðandi stundar. Með þessum viðburði leitast leikhúsið við að skoða ábyrgð og orðræðu kjörinna fulltrúa í lýðræðislegu samhengi.“

Streymt á Stundinni

Viðburðurinn, sem verður á Litla sviði leikhússins, er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Um leið verður leiklestrinum streymt á vefsíðu Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár