Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Freyja: „Rotin afsökunarbeiðni að afsaka sig með áfengisneyslu“

Freyja Har­alds­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­þing­mað­ur, seg­ir þing­menn­ina á upp­tök­un­um verða að segja af sér fyr­ir hat­ursorð­ræðu. Henni er hugs­að til allra fötl­uðu ung­menn­anna og barn­anna.

Freyja: „Rotin afsökunarbeiðni að afsaka sig með áfengisneyslu“
Freyja Haraldsdóttir Mynd: Photographer: Hordur Sveinsson

Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hvetur til afsagnar þingmannanna sem náðust á upptöku á Klaustur bar fyrir hatursorðræðu. Á upptökunum heyrast þingmennirnir gera grín að henni á óvæginn hátt.

Freyja segir að fréttir síðustu daga hafi tekið sinn toll og segir hatrið sem fram kemur á upptökunum vera kerfisbundið. Segir hún ljóst að afsökunarbeiðnir sem fram séu komnar ekki upp á marga fiska. „Það er hinsvegar mjög rotin afsökunarbeiðni og ekki afsökunarbeiðni í raun að afsaka sig með áfengisneyslu og því að eiga vini sem tilheyra minnihlutahópum (sbr. Gunnar Bragi í Kastljósi),“ skrifar Freyja á Facebook.

„Aðför að fatlaða líkama mínum sem dýrslegum er ekki bara það ,,að gera grín að fötluðum",“ skrifar Freyja. „Það er birtingarmynd kvenfyrirlitningar og fötlunarfyrirlitningar. Um er að ræða fyrirlitningu sem á sér djúpar sögulegar rætur og endurspeglar ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra - óæðri manneskjum. Það í samhengi við niðrandi umræðu um útlit og kynþokka kvenna er kvenfjandsamlegt. Ég er ekki bara fötluð. Ég er kona. Ég get ekki tekið mig í sundur og verið stundum fötluð og stundum kona. Ég er alltaf (stolt) fötluð kona.“

Skrif Freyju í heild sinni

Efnisviðvörun: hatursorðræða á grundvelli fötlunar, kyngervis, kynhneigðar og kynvitundar.

Mín fyrstu viðbrögð við hatursorðræðu þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins í morgun voru að verja hvorki krafti né orðum í hana og halda áfram með vinnudaginn minn. En ég hélt auðvitað ekkert áfram með daginn minn að neinu ráði - þetta hefur tekið sinn toll líkt og allt ofbeldi gerir.

Eftir að hafa hugsað mikið um þetta, rætt við kærleiksríkt samstarfsfólk, tekið við slatta af ást í gegnum samfélagsmiðla, grátið töluvert, verið kaffærð í faðmlögum frá vinum og fjölskyldu og fylgst með umræðunni eins og hjartað mitt og taugakerfi þolir er eitt og annað sem ég ætla að segja.

„Um er að ræða fyrirlitningu sem á sér djúpar sögulegar rætur og endurspeglar ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra - óæðri manneskjum“

Aðför að fatlaða líkama mínum sem dýrslegum er ekki bara það ,,að gera grín að fötluðum“. Það er birtingarmynd kvenfyrirlitningar og fötlunarfyrirlitningar. Um er að ræða fyrirlitningu sem á sér djúpar sögulegar rætur og endurspeglar ævagömul viðhorf til fatlaðs fólks sem dýra - óæðri manneskjum. Það í samhengi við niðrandi umræðu um útlit og kynþokka kvenna er kvenfjandsamlegt. Ég er ekki bara fötluð. Ég er kona. Ég get ekki tekið mig í sundur og verið stundum fötluð og stundum kona. Ég er alltaf (stolt) fötluð kona.

Þó hatrið beinist að persónum (sem er grafalvarlegt) er alvara málsins sú að um kerfisbundið hatur er að ræða. Það beinist harðast að konum. Hinsegin fólki. Fötluðu fólki. Karlmönnum sem einhvernveginn passa ekki inn í ríkjandi hugmyndir um (skaðlega) karlmennsku. Það er hvorki tilviljun né einsdæmi að akkúrat þessir hópar séu viðfang orðaníðs fólks með mikil forréttindi. Það er alltumlykjandi - alltaf.

Gerendur í þessu tilviki eru valdhafar. Alveg óháð því hvar gerendur eru í valdastiganum er ofbeldi af þeirra hálfu alvarlegt. Það er hinsvegar sérstaklega hættulegt þegar fólk í valdastöðum viðhefur hatursorðræðu. Í fyrsta lagi vegna þess að það setur fordæmi og hefur vald til þess að normalisera orðræðu og ofbeldismenningu. Ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, má tala svona, þá hljóta allir að mega það. Í öðru lagi vegna þess að hatursorðræða afhjúpar viðhorf valdhafa sem við höfum kosið og treyst til þess að reka samfélagið okkar og taka mikilvægar ákvarðanir um hagi okkar. Ef þingmenn sjá fatlað fólk sem dýr en ekki manneskjur er ekki furða að það taki ákvarðanir um líf fatlaðs fólks byggt á einhverju allt öðru en mannréttindaskuldbindingum. Í þriðja lagi vegna þess að rannsóknir og reynslan sýnir okkur að hatursorðræða valdhafa hefur bein áhrif á tíðni hatursglæpa.

„Það er líka eitt að verða á og annað að láta hatur gagnvart konum og jaðarsettum hópum vella út úr sér í marga klukkutíma á opinberum vettvangi“

Að lokum að fyrirgefningu og afsökunarbeiðnum. Það telst almenn kurteisi og mannvirðing að biðjast afsökunar þegar okkur verður á. Það er hinsvegar mjög rotin afsökunarbeiðni og ekki afsökunarbeiðni í raun að afsaka sig með áfengisneyslu og því að eiga vini sem tilheyra minnihlutahópum (sbr. Gunnar Bragi í Kastljósi). Það er líka eitt að verða á og annað að láta hatur gagnvart konum og jaðarsettum hópum vella út úr sér í marga klukkutíma á opinberum vettvangi. Þegar fólk gerist uppvíst um slíkt er ekki forsvaranlegt að henda í eina yfirlýsingu og lofa að drekka færri bjóra næst og halda að þar með verði allt aftur fallegt og gott. Eina leiðin til þess að biðjast afsökunar af trúverðugleika og auðmýkt er að gangast við gjörðum sínum og taka ábyrgð með því að segja af sér.

Í allan dag hef ég ekki getað hætt að hugsa um öll fötluðu börnin og ungmennin, einkum stúlkur í óhefðbundnum líkömum, sem hafa heyrt af þessu eða glefsur um þetta. Þetta hefur vissulega verið sárt fyrir mig og annað fullorðið fatlað fólk en sárast er þetta fyrir þau. Hvernig í veröldinni eiga þau að þróa með sér jákvæða líkams- og kynímynd, upplifa sig eiga framtíð og búa við öryggi í samfélagi þar sem fyrrverandi forsætisráðherra líkir fyrrverandi fatlaðri samstarfskonu sinni við dýr - ofan á allt annað misrétti sem þau verða fyrir vegna fólks í valdastöðum sem sér þau ekki sem mennsk.

Fyrir þau bregst ég við þessu hatri í dag. Við þau vil ég segja: Allir líkamar eiga rétt á sér. Allir líkamar eru verðmætir og verðugir. Allir líkamar mega og eiga að taka sér pláss. Allir líkamar eiga rétt á að búa við friðhelgi frá hverskyns ofbeldi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár