Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigmundur Davíð ávarpar sóknarbörn Fella- og hólakirkju í „karlakaffi“ á morgun

For­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi var val­inn einn merk­asti karlfemín­isti heims af Fin­ancial Times ár­ið 2015, en nú er hann í eld­lín­unni vegna um­mæla um kon­ur.

Sigmundur Davíð ávarpar sóknarbörn Fella- og hólakirkju í „karlakaffi“ á morgun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, verður gestur á „karlakaffi“ í Fella- og hólakirkju á morgun.

„Föstudaginn 30. nóvember er síðasta karlakaffi okkar á þessu ári. Gestur okkar að þessu sinni er fyrrum forsetisráðherra og núverandi formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,“ segir í tilkynningu frá starfsfólki kirkjunnar.

„Við bjóðum upp á kaffi og vínabrauð, spjall og góða samveru. Láttu sjá þig, við tökum hlýlega á móti ykkur.“

Sigmundur Davíð var valinn einn fremsti karlkynsfemínisti heims af Financial Times árið 2015. Undanfarinn sólarhring hefur Stundin birt fréttir af orðaskiptum hans og fleiri þingmanna sem áttu sérstað á Klaustur Bar.

Þar tók Sigmundur til að mynda undir með Bergþóri Ólasyni kollega sínum um að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, væri „húrrandi klikkuð kunta“.

Þá sagði Sigmundur að kona, sem þeim körlunum þótti ekki jafn „hot“ og áður, hlyti þess vegna að „hrynja niður“ prófkjörslista.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár