Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn harma ummælin og biðjast afsökunar

Berg­þór Óla­son seg­ir að hann hafi not­að orð­færi sem sé hon­um fram­andi þeg­ar hann kall­aði Ingu Sæ­land „húrr­andi klikk­aða kuntu“.

Þingmenn harma ummælin og biðjast afsökunar

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður í Flokki fólksins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafa sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir harma ummæli sem þeir létu falla um Ingu Sæland í vitna viðurvist og Stundin birti í gær.

„Ég harma ummæli sem ég lét falla á veitingastað fyrir stuttu síðan og hafa birst í nokkrum fjölmiðlum. Af því tilefni vil ég taka fram að ég er ekki á förum úr Flokki fólksins, styð stefnu flokksins og ber traust til formanns hans, Ingu Sæland,“ segir Karl í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum. Haft var eftir honum í Stundinni í gær að Inga Sæland gæti „grenjað“ en ekki stjórnað. 

Bergþór Ólason var öllu orðljótari og kallaði Ingu „húrrandi klikkaða kuntu“ sem væri „fokking tryllt“.

Hann greinir nú frá því á Facebook að hann hafi hringt í hana og beðist afsökunar. 

Bergþór skrifar:

Í kvöld hafa verið fluttar fréttir af hittingi sex þingmanna á hótelbar í liðinni viku. Eins og fram hefur komið varð mér þar hressilega á í messunni hvað munnsöfnuð varðar, í garð manneskju sem hafði ekkert sér til sakar unnið til að verðskulda þá yfirhalningu. Þar virðist ég hafa notað orðfæri sem er mér framandi og ég veit ekki til að ég hafi áður notað.

Ég ræddi við Ingu Sæland í kvöld og bað hana afsökunar á framgöngu minni. Um samstarfið við Flokk fólksins vil ég segja að það hefur verið með miklum ágætum síðasta árið, enda málefnalegur samhljómur um marga hluti.

Flest þekkjum við að hafa í lokuðu rými talað óvarlega, og jafnvel af ósanngirni um annað fólk, þá sérstaklega þegar öl er haft um hönd, en það breytir því ekki að svona á maður ekki að tala um fólk.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár