Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra“

Þing­menn ræddu akst­urs­kostn­að Ásmund­ar Frið­riks­son­ar þing­manns á hljóðupp­töku. Anna Kol­brún Árna­dótt­ir sagði hann hafa ját­að á sig sök­ina með því að minnka akst­ur­inn. Ólaf­ur Ís­leifs­son sagði mark­að fyr­ir sjón­ar­mið Ásmund­ar um inn­flytj­end­ur í kjör­dæm­inu.

„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra“
Ólafur Ísleifsson og Ásmundur Friðriksson

Sjónarmið Ásmundar Friðriksson og skrif „sem andstæðingar hans kalla rasistagreinar“ eiga upp á pallborðið í Suðurkjördæmi, að mati Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Flokks fólksins. Þetta kemur fram á hljóðupptöku sem Stundin er með undir höndum.

„Ásmundur Friðriksson er ekki maður að mínu skapi,“ sagði Ólafur á upptökunni. „Þið takið eftir því að það er einn þáttur í honum sem stjórnmálamanni og það er það að hann hefur treyst sér til að fjalla um mjög viðkvæm málefni, sem „góða fólkinu“ er mjög á móti skapi.“ 

Ásmundur hefur sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins vakið töluverða athygli fyrir málflutning sinn varðandi innflytjendur og hælisleitendur. Ummæli hans um málaflokkinn hafa sætt mikilli gagnrýni og þótt á skjön við það sem íslenskir stjórnmálamenn hafa látið hafa eftir sér opinberlega.

„Og þegar hann er þarna í sínu öðru sæti [á lista flokksins] að skrifa það sem andstæðingar hans kalla rasistagreinar. Ein slík grein hefði mögulega getað dregið Unni Brá [Konráðsdóttur, fyrrverandi þingmann] í framboð. Hennar eini séns var að Ásmundur mundi herða á sínu. Það er augljós markaður fyrir þessi sjónarmið í Suðurkjördæmi. Það kom mjög skýrt fram í þessu fjölmennasta prófkjöri sem haldið var fyrir kosningarnar.“

Mistök að hætta að keyra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir voru á Klaustur bar 20. nóvember síðastliðinn og ræddu við Ólaf og Karl Gauta Hjaltason, þingmenn Flokks fólksins, um að ganga í Miðflokkinn. Orðaskiptin voru mjög hávær, áttu sér stað í vitna viðurvist og náðust að hluta á upptöku.

Áður en sjónarmið Ásmundar í innflytjendamálum bárust í tal höfðu þingmennirnir rætt aksturskostnað hans og hvort hann hefði brugðist rétt við gagnrýni sem hann hlaut í byrjun árs. Ásmundur vakti athygli fyrir 4,6 milljóna króna endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar síns árið 2017.

„Feillinn sem Ási gerði var að hætta að keyra,“ sagði þá Anna Kolbrún. „Hann helmingaði aksturinn á milli ára. Hann játaði sökina.“

Ásmundur byrjaði í kjölfar gagnrýninnar að nota bílaleigubíl í stað síns eigin bíls, samkvæmt reglum Alþingis. Í framhaldinu af þessum umræðum sagðist Bergþór í kerskni hafa heyrt þá hugmynd að Ásmundur hefði átt að setja bílaleigubílinn á búkka í bílskúrnum.

„Þar væri hann á 100 kílómetra hraða alltaf þegar hann væri sofandi. Þannig að hverja nótt þegar Ási er sofandi þá keyrir bíllinn svona 700 kílómetra. Þannig að hann mun sýna okkur það að hann keyrir jafnvel meira.“

„Hann virkar hræddur almennt,“ sagði Sigmundur Davíð loks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár