Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmenn Flokks fólksins segja að Inga Sæland „grenji“ og „geti þetta ekki“

„Ef þið kom­ið með okk­ur mynd­um við kunna að meta það,“ sagði Sig­mund­ur Dav­íð við Karl Gauta og Ólaf Ís­leifs­son úr Flokki fólks­ins. „Þið verð­ið að átta ykk­ur á því að þið get­ið ekk­ert enda­laust lát­ið ‘madame Sæ­land’ bara grilla ykk­ur eins og þið séuð ekki til.“

„Ólafur er örugglega sammála mér að Inga Sæland getur þetta ekki,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, á fundi með Ólafi Ísleifssyni flokksfélaga sínum og fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar þann 20. nóvember síðastliðinn.

Samskiptin áttu sér stað í vitna viðurvist og náðist hluti orðaskiptanna á upptöku. Ásamt Karli og Ólafi voru viðstödd þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir úr Miðflokknum. Þau skjölluðu Ólaf og Karl Gauta og lögðu hart að þeim að skipta yfir í Miðflokkinn. 

Þá hæddust þingmenn Miðflokksins óspart að Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. „Þið verðið að átta ykkur á því að þið getið ekkert endalaust látið ‘madame Sæland’ bara grilla ykkur eins og þið séuð ekki til,“ sagði Gunnar Bragi. 

„Við erum ekki að pressa á ykkur að koma bara inn í eitthvað,“ sagði Sigmundur Davíð. „Við gerum okkur grein fyrir því að þið eruð burðarásarnir í Flokki fólksins og fyrir vikið, áttum okkur á því... að ef þið komið með okkur myndum við kunna að meta það.“ 

Þá lagði hann áherslu á að Miðflokkurinn og Flokkur fólksins væru samvinnuflokkar. „Þeir eru á sömu línu í öllum meginmálum og við viljum vinna með þeim. Og við viljum ekki að einhver Inga Sæland taki af þeim heiðurinn sem þeir eiga.“ 

Gunnar Bragi tók dýpra í árinni og sagði: „Eruð það þið sem munið njóta næstu kosninga eða er það Inga? Er það hennar skæl og væl sem mun hvetja fólk til að kjósa flokkinn eða er það ykkar málefnalega afstaða sem það hafið kynnt í hinum og þessum málum?“ 

Athygli vekur að Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti komu Ingu Sæland nær ekkert til varnar en hlustuðu þöglir á þingmenn Miðflokksins úthúða henni. „Hún vill vel,“ sagði Ólafur Ísleifsson í eitt skiptið en að öðru leyti tók hann undir með Karli Gauta um að hún væri ófær um að gegna formennsku í Flokki fólksins.

„Hún getur þetta ekki. Hún getur talað um þetta, hún getur grenjað um þetta, en hún getur ekki stjórnað,“ sagði Karl.

„Mér finnst bara mikilvægt að Óli og Karl fatti það að það sem þeir eru að leggja fram fyrir Flokk fólksins verður í engu metið þegar á reynir, af flokksmönnum,“ sagði Bergþór Ólason úr Miðflokknum.

Hópurinn skálaði og fór vel á með þingmönnunum. „Ég vil að þessi flokkur og þessi hópur hérna hafi það að leiðarljósi að þeir sem standa með hópnum séu virtir af því og aldrei sviknir þegar á reynir,“ sagði Sigmundur Davíð. Ólafur hrósaði honum fyrir „magnaða ræðu“.

Stundin hafði samband við Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson. „Ég kem af fjöllum,“ sagði Karl þegar Stundin spurði hvort komið hefði til álita að hann og Ólafur skiptu um flokk. „Nei nei alls ekki, aldrei heyrt þetta.“

Ólafur Ísleifsson sagði að aldrei hefði komið til álita að sameina Miðflokkinn og Flokk fólksins. Þegar Stundin spurði hvort hann hefði einhvern tímann rætt við fulltrúa úr Miðflokknum um að skipta yfir í þeirra þingflokk, vildi Ólafur ekki neita því beint. 

„Það er oft sagt við mann úr ýmsum flokkum hvort maður ætli ekki að koma yfir. Það er algengt í þinginu. Við svörum alltaf því að svona tilboð séu gagnkvæm. Við erum líka að reyna að fá mannskap yfir til okkar. Þetta er oft í hálfkæringi, þú heyrir það, svona komment fljúga.“

Aðspurður hvort hann yrði þá áfram í Flokki fólksins sagði hann að ekkert annað væri á dagskrá. „Við erum með uppbrettar ermar og fullar hendur og ærin verkefni fyrir það fólk sem sendi okkur þarna inn,“ segir hann. „Er ekki bara þannig að við ættum að bjóða Miðflokknum og Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum að sameinast undir forystu Flokks fólksins? Þetta eru nú hinir svona borgaralega sinnuðu flokkar. Er þetta ekki málið?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
6
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár