„Telur slitastjón Glitnis hf. að framangreind áhrif Jóns Ásgeirs við daglegan rekstur bankans [Glitnis] kristallist meðal annars í þeim gerningi sem kærður er til embættis yðar,“ segir í kæru frá slitastjórn Glitnis til embættis sérstaks saksóknara út af 10,75 milljón punda, 1.650 milljóna króna greiðslu, sem Glitnir banki innti af hendi til að greiða sjálfskuldarábyrgð fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson, ráðandi hluthafa í Glitni banka á árunum 2007 til 2008, út af kostunarsamningi við breska Williams-formúluliðið einum mánuði fyrir bankahrunið árið 2008. Kæran í málinu hefur aldrei áður birst opinberlega en Stundin hefur hana undir höndum.
Fyrirtæki Jóns Ásgeirs og Baugs í Bretlandi, leikfangaverslunin Hamleys meðal annars, höfðu um árabil átt í samstarfi við Frank Williams, stofnanda og eiganda Williams-liðsins, þegar þetta var. Aðkoma Jóns Ásgeirs og Baugs gekk undir nafninu Project Frank í samskiptum um málið …
Athugasemdir