Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Segir flugelda geta skaðað lungu barna „fyrir lífstíð“

Björg­un­ar­sveit­irn­ar ætla að selja flug­elda áfram með óbreytt­um hætti. Sæv­ar Helgi Braga­son stjörnu­fræð­ing­ur seg­ir meng­un­ina og „við­bjóð­inn“ sem fylgi flug­eld­um hættu­lega mönn­um og einkum börn­um. Hann vill að björg­un­ar­sveit­ir láti súr­efn­is­grím­ur fylgja með í flug­elda­kaup­um.

Vill banna flugeldasölu Sævar Helgi Bragason vill að flugeldasala verði bönnuð þar eð flugeldar valdi stórhættulegri mengun.

Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir það mikil vonbrigði að björgunarsveitirnar ætli í engu að bregðast við ákalli fjölda fólks um aðgerðir til að draga úr mengun af völdum flugelda um komandi áramót. Markaðs- og sölustjóri Landsbjargar lýsti því í fjölmiðlum í morgun að sala á flugeldum yrði óbreytt af hálfu björgunarsveitanna.

Sævar Helgi hefur talað fyrir því um nokkurt skeið að sala á flugeldum til almennings verði bönnuð, eða í það minnsta að settar verði mun strangari reglur þar um.

„Ég skil þá mætavel af því þetta er aðal fjáröflunarleið björgunarsveitanna. Um leið þá eru það pínu vonbrigði vegna þess að mér finnst að fólk eigi almennt að sýna ábyrgð, sérstaklega þegar að slík mengun varð eins og hérna síðustu áramót, að bregðast við og reyna að finna leiðir til að minnka hana að minnsta kosti.“ 

„Þannig að ef að börn eru úti á þessum tíma þá eru þau jafnvel að skaða lungun sín fyrir lífstíð“

Sævar Helgi gefur lítið fyrir að aðrir mengunarvaldar en flugeldar séu stór áhrifaþáttur í mengun á nýársnótt og gamlársdag. Vissulega geti brennur haft einhver áhrif en þau séu margfalt minni en sú mikla mengun sem fylgi flugeldunum.

„Vandamálið er líka það að það eru ekki endilega bara efnin, þessir hættulegu þungmálmar og ýmislegt annað sem finnst í þessu, heldur er þetta ryk líka svo rosalega fínt að það smýgur inn í lungun á fólki og ekki bara fólki, börn eru í sérstakri hættu vegna þess að þau anda hraðar. „Þannig að ef að börn eru úti á þessum tíma þá eru þau jafnvel að skaða lungun sín fyrir lífstíð.“

Sævar Helgi leggur til að bæjarfélög eða björgunarsveitir standi fyrir flugeldasýningum á gamlárskvöld, á völdum stöðum, í stað þess að allur almenningur kaupi flugelda sem hverfi í sprengiryki. Hann hvetur almenning til að styrkja björgunarsveitirnar beint með þeirri upphæð sem það hefði hugsanlega notað til að kaupa flugelda.

Aðspurður hvort hann lumi á hugmyndum til að draga úr hættunni sem af flugeldum stafar svarar Sævar Helgi afdráttarlaust og bendir á að björgunarsveitirnar flytji inn og selji öryggisgleraugu.

„Miðað við mengunina og allan þann viðbjóð sem fylgir þessu þá væri kannski ekkert vitlaust að þeir myndu gefa með einhvers konar rykgrímur eða súrefnisgrímur, sérstaklega fyrir börn sem þurfa að anda þessu ógeði að sér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár