Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segir flugelda geta skaðað lungu barna „fyrir lífstíð“

Björg­un­ar­sveit­irn­ar ætla að selja flug­elda áfram með óbreytt­um hætti. Sæv­ar Helgi Braga­son stjörnu­fræð­ing­ur seg­ir meng­un­ina og „við­bjóð­inn“ sem fylgi flug­eld­um hættu­lega mönn­um og einkum börn­um. Hann vill að björg­un­ar­sveit­ir láti súr­efn­is­grím­ur fylgja með í flug­elda­kaup­um.

Vill banna flugeldasölu Sævar Helgi Bragason vill að flugeldasala verði bönnuð þar eð flugeldar valdi stórhættulegri mengun.

Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, segir það mikil vonbrigði að björgunarsveitirnar ætli í engu að bregðast við ákalli fjölda fólks um aðgerðir til að draga úr mengun af völdum flugelda um komandi áramót. Markaðs- og sölustjóri Landsbjargar lýsti því í fjölmiðlum í morgun að sala á flugeldum yrði óbreytt af hálfu björgunarsveitanna.

Sævar Helgi hefur talað fyrir því um nokkurt skeið að sala á flugeldum til almennings verði bönnuð, eða í það minnsta að settar verði mun strangari reglur þar um.

„Ég skil þá mætavel af því þetta er aðal fjáröflunarleið björgunarsveitanna. Um leið þá eru það pínu vonbrigði vegna þess að mér finnst að fólk eigi almennt að sýna ábyrgð, sérstaklega þegar að slík mengun varð eins og hérna síðustu áramót, að bregðast við og reyna að finna leiðir til að minnka hana að minnsta kosti.“ 

„Þannig að ef að börn eru úti á þessum tíma þá eru þau jafnvel að skaða lungun sín fyrir lífstíð“

Sævar Helgi gefur lítið fyrir að aðrir mengunarvaldar en flugeldar séu stór áhrifaþáttur í mengun á nýársnótt og gamlársdag. Vissulega geti brennur haft einhver áhrif en þau séu margfalt minni en sú mikla mengun sem fylgi flugeldunum.

„Vandamálið er líka það að það eru ekki endilega bara efnin, þessir hættulegu þungmálmar og ýmislegt annað sem finnst í þessu, heldur er þetta ryk líka svo rosalega fínt að það smýgur inn í lungun á fólki og ekki bara fólki, börn eru í sérstakri hættu vegna þess að þau anda hraðar. „Þannig að ef að börn eru úti á þessum tíma þá eru þau jafnvel að skaða lungun sín fyrir lífstíð.“

Sævar Helgi leggur til að bæjarfélög eða björgunarsveitir standi fyrir flugeldasýningum á gamlárskvöld, á völdum stöðum, í stað þess að allur almenningur kaupi flugelda sem hverfi í sprengiryki. Hann hvetur almenning til að styrkja björgunarsveitirnar beint með þeirri upphæð sem það hefði hugsanlega notað til að kaupa flugelda.

Aðspurður hvort hann lumi á hugmyndum til að draga úr hættunni sem af flugeldum stafar svarar Sævar Helgi afdráttarlaust og bendir á að björgunarsveitirnar flytji inn og selji öryggisgleraugu.

„Miðað við mengunina og allan þann viðbjóð sem fylgir þessu þá væri kannski ekkert vitlaust að þeir myndu gefa með einhvers konar rykgrímur eða súrefnisgrímur, sérstaklega fyrir börn sem þurfa að anda þessu ógeði að sér.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár