Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn

Hæstiréttur Íslands telur að lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavik Media sem byggja á gögnum úr Glitni sé fallið úr gildi og Glitnir HoldCo geti ekki lengur krafist þess að lögbannið verði staðfest með dómi. Hins vegar fellst Hæstiréttur á að veita Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi að því er varðar kröfu um að viðurkennt verði að fjölmiðlunum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi og beri að afhenda gögnin. Þetta kemur fram í ákvörðun sem Hæstiréttur tilkynnti málsaðilum í dag. 

Lögbannsmálinu er því ekki lokið fyrir dómstólum þótt nú liggi sú niðurstaða endanlega fyrir að lögbann sýslumanns var ólögmætt. 

Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði öllum kröfum Glitnis HoldCo gegn Stundinni þann 2. febrúar 2018 og komst að þeirri niðurstöðu að lögbann sýslumanns á upplýsingamiðlun fjölmiðils um viðskipti valdhafa í aðdraganda þingkosninganna haustið 2017 hefði ekki staðist lög og stangast á við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis.

Í dóminum var sýslumannsembættið gagnrýnt harðlega, meðal annars fyrir að hafa vikið frá þeim almennu reglum sem gilda um framkvæmd lögbannsgerðar þegar ákveðið var að tilkynna ekki gerðarþolanda, Stundinni, með hæfilegum fyrirvara um framkomna lögbannskröfu. Glitnir HoldCo áfrýjaði málinu til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þann 5. október síðastliðinn.

Þann 26. október, áður en áfrýjunarfrestur rann út, hélt Stundin áfram umfjöllun á grundvelli Glitnisgagnanna. Nokkrum dögum síðar leitaði Glitnir HoldCo leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar. Hæstiréttur tók afstöðu til leyfisbeiðninnar í dag.

Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að þegar Glitnir HoldCo sótti um áfrýjunarleyfi hafi lögbannið þegar verið fallið úr gildi. Að því leyti virðist dómurinn fallast á þau lagalegu rök sem lágu til grundvallar áframhaldandi umfjöllun Stundarinnar þann 26. október síðastliðinn. Í ljósi þessa telur Hæstiréttur að Glitnir HoldCo geti „ekki lengur krafist þess að það [lögbannið] verði staðfest með dómi“. 

Öðru máli gegnir um kröfu Glitnis HoldCo um að viðurkennt verði að Stundinni og Reykjavik Media sé óheimilt að birta fréttir og aðra umfjöllun sem byggð sé á gögnum Glitnis og að fjölmiðlunum verði gert að afhenda gögnin. Þar, segir Hæstiréttur, „vegast á hinn bóginn á reglur um tjáningarfrelsi, sem varið er af 73. gr. stjórnarskrárinnar, og um friðhelgi einkalífs, sem varið er af 71. gr. hennar“. 

Vildu skýrslutökur yfir blaðamönnum

Bent er á að í málinu reyni einnig á álitaefni um þagnarskyldu starfsmanna fjölmiðla um atriði varðandi heimildir fyrir fréttum. „Að þessu leyti getur málið haft verulega almennt gildi og eru því á þeim grunni efni til að verða við umsókn leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi,“ segir Hæstiréttur.

Í áfrýjunarbeiðni Glitnis HoldCo er því haldið fram að rangt hafi verið af Landsrétti að heimila ekki frekari skýrslutökur af blaðamönnum fyrir dómi. „Jafnframt lýtur ágreiningur aðila að því hvort héraðsdómur hafi ranglega hafnað kröfum leyfisbeiðenda um að þremur nafngreindum blaðamönnum í þjónustu Útgáfufélagsins Stundarinnar ehf. yrði gert að svara nánar tilgreindum spurningum fyrir dómi. [...] Þá telur leyfisbeiðandi að meðferð málsins í héraði og Landsrétti hafi verið ábótavant að því leyti að áðurnefndum vitnum hafi ekki verið gert að svara spurningum hans fyrir dómi, en af þeim sökum sé óhjákvæmilegt að ómerkja héraðsdóminn í málinu. Leyfisbeiðandi telur enn fremur að dómur Landsréttar hafi verið rangur vegna þessa.“

Hæstiréttur hefur þegar vísað frá kröfu Glitn­is HoldCo þess efn­is að Stund­in og Reykja­vík Media af­hendi fyrirtækinu gögn úr gamla Glitni. Eftir að Landsréttur staðfesti ákvæði í dómi héraðsdóms fyrr á árinu um að vísa aðal- og varakröfum Glitnis HoldCo frá dómi kærði Glitnir HoldCo þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem taldi að kæruheimild brysti og vísaði kröfunni frá. Nú er hins vegar útlit fyrir að krafan afhendingu gagnanna fái efnismeðferð í Hæstarétti. 

______________________________
Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að málinu sem hér er fjallað um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár