Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn

Hæstiréttur Íslands telur að lögbann á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavik Media sem byggja á gögnum úr Glitni sé fallið úr gildi og Glitnir HoldCo geti ekki lengur krafist þess að lögbannið verði staðfest með dómi. Hins vegar fellst Hæstiréttur á að veita Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi að því er varðar kröfu um að viðurkennt verði að fjölmiðlunum sé óheimilt að byggja á gögnunum í fréttaflutningi og beri að afhenda gögnin. Þetta kemur fram í ákvörðun sem Hæstiréttur tilkynnti málsaðilum í dag. 

Lögbannsmálinu er því ekki lokið fyrir dómstólum þótt nú liggi sú niðurstaða endanlega fyrir að lögbann sýslumanns var ólögmætt. 

Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði öllum kröfum Glitnis HoldCo gegn Stundinni þann 2. febrúar 2018 og komst að þeirri niðurstöðu að lögbann sýslumanns á upplýsingamiðlun fjölmiðils um viðskipti valdhafa í aðdraganda þingkosninganna haustið 2017 hefði ekki staðist lög og stangast á við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis.

Í dóminum var sýslumannsembættið gagnrýnt harðlega, meðal annars fyrir að hafa vikið frá þeim almennu reglum sem gilda um framkvæmd lögbannsgerðar þegar ákveðið var að tilkynna ekki gerðarþolanda, Stundinni, með hæfilegum fyrirvara um framkomna lögbannskröfu. Glitnir HoldCo áfrýjaði málinu til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þann 5. október síðastliðinn.

Þann 26. október, áður en áfrýjunarfrestur rann út, hélt Stundin áfram umfjöllun á grundvelli Glitnisgagnanna. Nokkrum dögum síðar leitaði Glitnir HoldCo leyfis Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar. Hæstiréttur tók afstöðu til leyfisbeiðninnar í dag.

Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að þegar Glitnir HoldCo sótti um áfrýjunarleyfi hafi lögbannið þegar verið fallið úr gildi. Að því leyti virðist dómurinn fallast á þau lagalegu rök sem lágu til grundvallar áframhaldandi umfjöllun Stundarinnar þann 26. október síðastliðinn. Í ljósi þessa telur Hæstiréttur að Glitnir HoldCo geti „ekki lengur krafist þess að það [lögbannið] verði staðfest með dómi“. 

Öðru máli gegnir um kröfu Glitnis HoldCo um að viðurkennt verði að Stundinni og Reykjavik Media sé óheimilt að birta fréttir og aðra umfjöllun sem byggð sé á gögnum Glitnis og að fjölmiðlunum verði gert að afhenda gögnin. Þar, segir Hæstiréttur, „vegast á hinn bóginn á reglur um tjáningarfrelsi, sem varið er af 73. gr. stjórnarskrárinnar, og um friðhelgi einkalífs, sem varið er af 71. gr. hennar“. 

Vildu skýrslutökur yfir blaðamönnum

Bent er á að í málinu reyni einnig á álitaefni um þagnarskyldu starfsmanna fjölmiðla um atriði varðandi heimildir fyrir fréttum. „Að þessu leyti getur málið haft verulega almennt gildi og eru því á þeim grunni efni til að verða við umsókn leyfisbeiðanda um áfrýjunarleyfi,“ segir Hæstiréttur.

Í áfrýjunarbeiðni Glitnis HoldCo er því haldið fram að rangt hafi verið af Landsrétti að heimila ekki frekari skýrslutökur af blaðamönnum fyrir dómi. „Jafnframt lýtur ágreiningur aðila að því hvort héraðsdómur hafi ranglega hafnað kröfum leyfisbeiðenda um að þremur nafngreindum blaðamönnum í þjónustu Útgáfufélagsins Stundarinnar ehf. yrði gert að svara nánar tilgreindum spurningum fyrir dómi. [...] Þá telur leyfisbeiðandi að meðferð málsins í héraði og Landsrétti hafi verið ábótavant að því leyti að áðurnefndum vitnum hafi ekki verið gert að svara spurningum hans fyrir dómi, en af þeim sökum sé óhjákvæmilegt að ómerkja héraðsdóminn í málinu. Leyfisbeiðandi telur enn fremur að dómur Landsréttar hafi verið rangur vegna þessa.“

Hæstiréttur hefur þegar vísað frá kröfu Glitn­is HoldCo þess efn­is að Stund­in og Reykja­vík Media af­hendi fyrirtækinu gögn úr gamla Glitni. Eftir að Landsréttur staðfesti ákvæði í dómi héraðsdóms fyrr á árinu um að vísa aðal- og varakröfum Glitnis HoldCo frá dómi kærði Glitnir HoldCo þá niðurstöðu til Hæstaréttar sem taldi að kæruheimild brysti og vísaði kröfunni frá. Nú er hins vegar útlit fyrir að krafan afhendingu gagnanna fái efnismeðferð í Hæstarétti. 

______________________________
Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að málinu sem hér er fjallað um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár