Svifryksmengun fór ítrekað yfir heilsuverndarmörk á Akureyri í síðustu viku. Gaf bærinn frá sér viðvörun um að börn og fólk með viðkvæm öndunarfæri ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna. Bæjarstjóri Akureyrar segir götur vera þrifnar, en ekki standi til að fjölga göngugötum í bænum.
Hluti Hafnarstrætis í miðbæ Akureyrar er í daglegu tali kallaður „göngugatan“. Er sá bútur stundum lokaður fyrir bílaumferð við sérstök tilefni. Aðspurð hvort til standi að gera „göngugötuna“ varanlega bíllausa eða fjölga göngugötum á Akureyri segist Ásthildur Sturludóttir bæjastjóri ekki þekkja til áforma um það. „Það hefur ekki verið rætt um það sérstaklega síðan ég kom hingað,“ segir hún.
Segir Ásthildur að brugðist hafi verið við svifryksmengun með þrifum á götum. Svifryk þyrlast gjarnan upp við bílaumferð á morgnana og á þannig greiðari leið að öndunarfærum fólks. Svifryksmengun fer helst yfir heilsuverndarmörk þá daga sem loft er þurrt og stillt, einkum kalda …
Athugasemdir