Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Dómsmálaráðuneytið aðeins þýtt þrenn íslensk lög

Með­al laga sem ekki hafa ver­ið þýdd yf­ir á ann­að tungu­mál eru lög um at­vinn­rétt­indi út­lend­inga, barna­vernd­ar­lög, út­lend­inga­lög og lög um ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt.

Dómsmálaráðuneytið aðeins þýtt þrenn íslensk lög
Fá lög þýdd Aðeins 25 lög hafa verið þýdd á erlenda tungu, öll á ensku. Af þeim eru bara þrenn í gildi eins og þýðingin á þeim er. Mynd: Stjórnarráð Íslands

Aðeins þrenn lög sem í gildi eru á Íslandi hafa verið þýdd á yfir á annað tungumál af hálfu dómsmálaráðuneytisins, ensku í öllum tilvikum. Aðeins hafa 25 lög verið þýdd yfirhöfuð, flest í heild en sum að hluta, úr íslensku og yfir á önnur tungumál. Hins vegar hafa 22 af þeim 25 lagabálkum tekið breytingum frá því að þýðingarnar voru gerðar og breytingarnar hafa ekki verið þýddar.

Aðeins lög um Rauða krossinn, Lögreglulög og Erfðalög eru til uppfærð í þýðingu. Meðal laga sem ekki hafa verið þýdd í heild eða breytingar á þeim ekki verið þýddar eru útlendingalög, lög um meðferð sakamála og lög um íslenskan ríkisborgararétt. Dæmi um lög sem hafa ekki verið þýdd, hvorki að hluta né heild, eru lög um atvinnuréttindi útlendinga, barnaverndarlög og lög um fæðingar- og foreldraorlof, svo nokkur séu nefnd.

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdimarssonar. Þar kemur einnig …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár