Aðeins þrenn lög sem í gildi eru á Íslandi hafa verið þýdd á yfir á annað tungumál af hálfu dómsmálaráðuneytisins, ensku í öllum tilvikum. Aðeins hafa 25 lög verið þýdd yfirhöfuð, flest í heild en sum að hluta, úr íslensku og yfir á önnur tungumál. Hins vegar hafa 22 af þeim 25 lagabálkum tekið breytingum frá því að þýðingarnar voru gerðar og breytingarnar hafa ekki verið þýddar.
Aðeins lög um Rauða krossinn, Lögreglulög og Erfðalög eru til uppfærð í þýðingu. Meðal laga sem ekki hafa verið þýdd í heild eða breytingar á þeim ekki verið þýddar eru útlendingalög, lög um meðferð sakamála og lög um íslenskan ríkisborgararétt. Dæmi um lög sem hafa ekki verið þýdd, hvorki að hluta né heild, eru lög um atvinnuréttindi útlendinga, barnaverndarlög og lög um fæðingar- og foreldraorlof, svo nokkur séu nefnd.
Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Jóns Steindórs Valdimarssonar. Þar kemur einnig …
Athugasemdir