Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jólatónleikar, drungalegir þunglyndistónar og marglaga skúlptúrar

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar 23. nóv­em­ber - 6. des­em­ber.

Jólatónleikar, drungalegir þunglyndistónar og marglaga skúlptúrar

Þetta og svo margt fleira er að gerast næstu tvær vikurnar.

Mótun

Hvar? i8
Hvenær? Til 12. janúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í sýningunni Mótun er teflt fram sex listamönnum af yngri kynslóðinni sem öll hafa verið virk í myndlistarlífinu. Þau skoða manneskjuna og það umhverfi sem hún hefur mótað sér, hvort heldur sem er í arkitektúr eða í heimi tækninnar. Öll nálgast þau viðfangsefnið með ólíkum hætti, hvort heldur sem er með ítarlegri rannsókn eða með gáska og húmor.

Griðastaður

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 24. nóvember kl. 20.30
Aðgangseyrir: 3.900 kr.

Griðastaður er einleikur um dauðleikann, fjöldaframleiðslu húsgagna, Billy-hillur, bældar tilfinningar, mömmur, sænskar grænmetisbollur, fyrrverandi kærustur, krúttlegar skjaldbökur, einsemd, sniðugar kryddhillur, dauðann, Nockeby-sófa, lífið, sorgina og fleira. Sýningin er útskriftarverk Matthíasar Tryggva Haraldssonar frá Listaháskóla Íslands, en hann er líka forsprakki gjörningar-hljómsveitarinnar Hatari.

PUP, Great Grief, Snowed In

Hvar? Húrra
Hvenær? 25. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Kanadíska pönkrokksveitin PUP („Pathetic Use of Potential“) leggur land undir fót og treður upp á Húrra með íslensku sveitunum Great Grief og Snowed In. PUP hefur gefið út tvær plötur og unnið til fjölda verðlauna, meðal annnars Juno Awards, Polaris Music Prize, og CBC Bucky Awards. Það má búast við miklum ærslalátum á þessum tónleikum.

Innrás IV: Margrét Helga Sesseljudóttir

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? Til 6. janúar
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Þetta er fjórði og síðasti hluti seríu sem er kölluð Innrás í Ásmundarsafn þar sem völdum verkum Ásmundar Sveinssonar er skipt út fyrir verk starfandi listamanna. Margrét Helga Sesseljudóttir nýtir sér ýmsa miðla og efni í marglaga skúlptúrum sínum. Náttúruleg og persónuleg nálgun hennar er hrífandi og býður samtal hennar og verka Ásmundar áhugavert sjónarhorn.

Bell Witch, Vofa, Heift

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 28. nóvember kl. 20.30
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Bandaríska doom-sveitin Bell Witch hefur Evróputúr sinn á Íslandi, en sveitin mun flytja þriðju plötu sína, Mirror Reaper, í heild sinni með vídeóverki á þessum tónleikum. Með þeim spilar huldusveitin Vofa, en meðlimir hennar koma alltaf fram með hulin andlit og spila dimma og drungalega þunglyndistóna. Heift er síðan yngsta svartamálms-sveit landsins, en hún kom fyrst fram á Norðanpaunki í ár.

Elli Grill útgáfupartí

Hvar? Húrra
Hvenær? 1. desember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Klikkaðasti og grillaðasti rappari landsins, Elli Grill, gefur út nýju plötu sína, Pottþétt Elli Grill. Eins og vitfirringur á ofsabræðisveginum býður Elli áhorfendum að verða vitni að þessum trylltu tónleikum, en honum til stuðnings koma líka fram Balatron og LaFontaine, auk leynigests. 

Prump í Paradís: Battlefield Earth

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 6. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Ein lélegasta kvikmynd sögunnar, Battlefield Earth, er byggð á fyrri hluta samnefndra skáldsögu skapara Vísindakirkjunnar, L. Ron Hubbard. Kvikmyndin skartar John Travolta, sem er sjálfur meðlimur í kirkjunni, en hann eyddi milljónum dollara í gerð hennar. Myndin fjallar um uppreisn mannfólksins gegn geimverunum Psychlos sem hafa yfirráð yfir jörðinni.

Jólatónleikar með Ylju, Teiti Magnússyni & Elínu Ey

Hvar? Bryggjan Brugghús
Hvenær? 6. desember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Ylja hefur verið virk í áratug og skapað sér sess í tónlistarvitund þjóðarinnar fyrir ljúfa tóna sína og samhljóm. Skeggprúði þjóðlagatöframaðurinn Teitur Magnússon var að gefa út aðra plötu sína, Orna, og er vís til að vera í fantaformi fyrir þessa tónleika. Trúbadorinn Elín Ey mun líka munda gítar sinn og rödd á þessum þjóðlagajólatónleikum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár